Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 23:36 Trudeau forsætisráðherra tilkynnti um bannið í dag. Myndin er úr safni. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Sjá meira
Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. Vopnaður maður skaut 22 manns til bana á Nova Scotia-fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann notaði meðal annars hríðskotariffil við ódæðið. „Það eru engin not og enginn staður fyrir slík vopn í Kanada,“ sagði Trudeau þegar hann kynnti bannið. Vísaði hann einnig til þess þegar karlmaður sem var haldinn hatri á femínisma skaut fjórtán konur til bana í Montreal árið 1989. Bannið mun náð til kaupa, sölu, flutnings, innflutnings og notkunar tiltekin hríðskotavopn. Það tekur gildi strax með reglugerðarbreytingu ríkisstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem eiga vopn af þessu tagi fá tvö ár til að losa sig við þau. Trudeau sagði að þeim yrði bættur skaðinn. Skoðanakönnun sem birtist í dag sýndi 78% stuðning við bann á hríðskotavopn. Engu að síður fordæmdi Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, bannið. Fullyrti hann að bannið væri óskilvirkt og að það refsaði löghlýðnum borgurum. „Mikill meirihluti byssuglæpa er framinn með illa fengnum skotvopnum. Ekkert af því sem Frjálslyndi flokkur Trudeau kynnti í dag tekur á því vandamáli,“ sagði Scheer.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia Lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. 22. apríl 2020 06:57
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36