Munu ekki sætta sig við neitt minna Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2014 17:24 Vísir/Valgarður „Eins og þið vitið munum við ekki sætta okkur við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu sem og tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör eins og undirbúningstíma og fleira.“ Þetta segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í opnu bréfi til Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar sveitarfélaga, og Atla Atlasonar, fulltrúa Reykjavíkurborgar í samninganefnd sveitarfélaga. Í bréfinu óskar Haraldur þeim til hamingju með nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara, en segir leikskólakennara hafa beðið þolinmóða á hliðarlínunni og gefið þeim rými til að klára samninginn. Lögum samkvæmt hafi leikskólakennarar gert viðræðuáætlun tíu vikum áður en kjarasamningur FL og SNS rann út þann 30. apríl. Nokkrir fundir hafi verið haldnir nokkrir samningafundir þar sem markmið leikskólakennara voru kynnt og launastaða félagsmanna FL. Haraldur segir að leikskólakennarar muni ekki sætta sig við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu. Einnig vilja þeir tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör. „Ég ætla að vera 100% heiðarlegur við ykkur. Þið munuð fá einn fund til að sannfæra mig um að gengið verði í það verkefni hratt og örugglega. Ef ykkur tekst ekki að sannfæra mig á næsta fundi munum við vísa beint til ríkissáttasemjara og skipuleggja aðgerðir strax,“ segir Haraldur. Hann segir ennfremur að ef lítill vilji sé meðal sveitarstjórnarmanna að semja um sömu prósentuhækkanir og grunnskólakennara, telji hann líklegt að reynt verði að haga málum þannig að leikskólakennarar geti ekki farið í þvingandi aðgerðir fyrr en í haust. Það muni þeir ekki sætta sig við. „Leikskólakennarar hafa lengi starfað á þann hátt sem sveitarfélögum hugnast svo engin þolinmæði verður að hlusta á rök í þá átt að hækkanir í kjarasamningi FG eigi ekki við um kjarasamning FL. Hugsanlegar kerfisbreytingar í ný undirrituðum kjarasamningi SNS við grunnskólakennara færa hann einfaldlega nær kjarasamningi leikskólakennara.“ Þá segir Haraldur að sé raunverulegur vilji til að semja við leikskólakennara og félagsmenn FL um sömu hækkanir og grunnskólakennarar hafi samið um, sé það einföld framkvæmd sem taki ekki langan tíma. „Þið vitið líka að engin rök eru fyrir því að leik- og grunnskólakennarar eigi ekki að vera á sömu launum. Vandinn er alvarlegur þar sem að nú vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Ég þarf hins vegar ekkert að minna ykkur á það því þetta kunnið þið alveg upp á tíu.“ „Ef ekkert heyrist frá ykkur munum við vísa deilunni til ríkissáttasemjara 26. maí n.k,“ segir Haraldur.Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan:Sæl Inga Rún Ólafsdóttir, formaður Samninganefndar sveitarfélaga og Atli Atlason, fulltrúi Reykjarvíkurborgar í Samninganefnd sveitarfélaga.Innilega til hamingju með nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara.Samninganefnd Félags leikskólakennara hefur eins ég lofaði ykkur beðið þolinmóð á hliðarlínunni og gefið ykkur rými til að klára þann samning.Lögum samkvæmt gerðum við viðræðuáætlun 10 vikum áður en kjarasamningur FL og SNS rann út 30. apríl sl. Höfum við haldið með ykkur nokkra samningafundi og við kynnt fyrir ykkur samningsmarkmið okkar og launastöðu félagsmanna FL. Viðræðuáætlun okkar rann út 23. apríl 2014.Eins og þið vitið munum við ekki sætta okkur við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu sem og tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör eins og undirbúningstíma og fleira.Ég ætla að vera 100% heiðarlegur við ykkur. Þið munuð fá einn fund til að sannfæra mig um að gengið verði í það verkefni hratt og örugglega. Ef ykkur tekst ekki að sannfæra mig á næsta fundi munum við vísa beint til ríkissáttasemjara og skipuleggja aðgerðir strax.Það eru engin ný sannindi að ef lítill vilji verður meðal sveitarstjórnarmanna að semja við leikskólakennara um sömu prósentuhækkanir og grunnskólakennara þá tel ég líklegt að reynt verði að haga málum þannig að leikskólakennarar geti ekki farið í þvingandi aðgerðir fyrr en í haust. Það munum við ekki sætta okkur við.Leikskólakennarar hafa lengi starfað á þann hátt sem sveitarfélögum hugnast svo engin þolinmæði verður að hlusta á rök í þá átt að hækkanir í kjarasamningi FG eigi ekki við um kjarasamning FL. Hugsanlegar kerfisbreytingar í ný undirrituðum kjarasamningi SNS við grunnskólakennara færa hann einfaldlega nær kjarasamningi leikskólakennara.Þið vitið jafnvel og ég að ef raunverulegur vilji er til að semja við leikskólakennara og félagsmenn FL um sömu hækkanir og grunnskólakennarar sömdu um, er það einföld framkvæmd sem tekur ekki langan tíma. Þið vitið líka að engin rök eru fyrir því að leik- og grunnskólakennarar eigi ekki að vera á sömu launum. Vandinn er alvarlegur þar sem að nú vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Ég þarf hins vegar ekkert að minna ykkur á það því þetta kunnið þið alveg upp á tíu.Ef ekkert heyrist frá ykkur munum við vísa deilunni til ríkissáttasemjara 26. maí n.k.Það er mín von að þið nýtið ykkar tækifæri vel.Með vinsemd.Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraAfrit af þessum pósti er sent á sveitarstjórnarmenn sem bera hina raunverulegu ábyrgð á kjarasamningi og launaþróun leikskólakennara. Einnig fá fjölmiðlar afrit af þessum pósti. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Eins og þið vitið munum við ekki sætta okkur við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu sem og tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör eins og undirbúningstíma og fleira.“ Þetta segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í opnu bréfi til Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar sveitarfélaga, og Atla Atlasonar, fulltrúa Reykjavíkurborgar í samninganefnd sveitarfélaga. Í bréfinu óskar Haraldur þeim til hamingju með nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara, en segir leikskólakennara hafa beðið þolinmóða á hliðarlínunni og gefið þeim rými til að klára samninginn. Lögum samkvæmt hafi leikskólakennarar gert viðræðuáætlun tíu vikum áður en kjarasamningur FL og SNS rann út þann 30. apríl. Nokkrir fundir hafi verið haldnir nokkrir samningafundir þar sem markmið leikskólakennara voru kynnt og launastaða félagsmanna FL. Haraldur segir að leikskólakennarar muni ekki sætta sig við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu. Einnig vilja þeir tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör. „Ég ætla að vera 100% heiðarlegur við ykkur. Þið munuð fá einn fund til að sannfæra mig um að gengið verði í það verkefni hratt og örugglega. Ef ykkur tekst ekki að sannfæra mig á næsta fundi munum við vísa beint til ríkissáttasemjara og skipuleggja aðgerðir strax,“ segir Haraldur. Hann segir ennfremur að ef lítill vilji sé meðal sveitarstjórnarmanna að semja um sömu prósentuhækkanir og grunnskólakennara, telji hann líklegt að reynt verði að haga málum þannig að leikskólakennarar geti ekki farið í þvingandi aðgerðir fyrr en í haust. Það muni þeir ekki sætta sig við. „Leikskólakennarar hafa lengi starfað á þann hátt sem sveitarfélögum hugnast svo engin þolinmæði verður að hlusta á rök í þá átt að hækkanir í kjarasamningi FG eigi ekki við um kjarasamning FL. Hugsanlegar kerfisbreytingar í ný undirrituðum kjarasamningi SNS við grunnskólakennara færa hann einfaldlega nær kjarasamningi leikskólakennara.“ Þá segir Haraldur að sé raunverulegur vilji til að semja við leikskólakennara og félagsmenn FL um sömu hækkanir og grunnskólakennarar hafi samið um, sé það einföld framkvæmd sem taki ekki langan tíma. „Þið vitið líka að engin rök eru fyrir því að leik- og grunnskólakennarar eigi ekki að vera á sömu launum. Vandinn er alvarlegur þar sem að nú vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Ég þarf hins vegar ekkert að minna ykkur á það því þetta kunnið þið alveg upp á tíu.“ „Ef ekkert heyrist frá ykkur munum við vísa deilunni til ríkissáttasemjara 26. maí n.k,“ segir Haraldur.Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan:Sæl Inga Rún Ólafsdóttir, formaður Samninganefndar sveitarfélaga og Atli Atlason, fulltrúi Reykjarvíkurborgar í Samninganefnd sveitarfélaga.Innilega til hamingju með nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara.Samninganefnd Félags leikskólakennara hefur eins ég lofaði ykkur beðið þolinmóð á hliðarlínunni og gefið ykkur rými til að klára þann samning.Lögum samkvæmt gerðum við viðræðuáætlun 10 vikum áður en kjarasamningur FL og SNS rann út 30. apríl sl. Höfum við haldið með ykkur nokkra samningafundi og við kynnt fyrir ykkur samningsmarkmið okkar og launastöðu félagsmanna FL. Viðræðuáætlun okkar rann út 23. apríl 2014.Eins og þið vitið munum við ekki sætta okkur við neitt annað en sömu hækkanir og grunnskólakennarar fengu sem og tímasetta áætlun til að leiðrétta og jafna starfskjör eins og undirbúningstíma og fleira.Ég ætla að vera 100% heiðarlegur við ykkur. Þið munuð fá einn fund til að sannfæra mig um að gengið verði í það verkefni hratt og örugglega. Ef ykkur tekst ekki að sannfæra mig á næsta fundi munum við vísa beint til ríkissáttasemjara og skipuleggja aðgerðir strax.Það eru engin ný sannindi að ef lítill vilji verður meðal sveitarstjórnarmanna að semja við leikskólakennara um sömu prósentuhækkanir og grunnskólakennara þá tel ég líklegt að reynt verði að haga málum þannig að leikskólakennarar geti ekki farið í þvingandi aðgerðir fyrr en í haust. Það munum við ekki sætta okkur við.Leikskólakennarar hafa lengi starfað á þann hátt sem sveitarfélögum hugnast svo engin þolinmæði verður að hlusta á rök í þá átt að hækkanir í kjarasamningi FG eigi ekki við um kjarasamning FL. Hugsanlegar kerfisbreytingar í ný undirrituðum kjarasamningi SNS við grunnskólakennara færa hann einfaldlega nær kjarasamningi leikskólakennara.Þið vitið jafnvel og ég að ef raunverulegur vilji er til að semja við leikskólakennara og félagsmenn FL um sömu hækkanir og grunnskólakennarar sömdu um, er það einföld framkvæmd sem tekur ekki langan tíma. Þið vitið líka að engin rök eru fyrir því að leik- og grunnskólakennarar eigi ekki að vera á sömu launum. Vandinn er alvarlegur þar sem að nú vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Ég þarf hins vegar ekkert að minna ykkur á það því þetta kunnið þið alveg upp á tíu.Ef ekkert heyrist frá ykkur munum við vísa deilunni til ríkissáttasemjara 26. maí n.k.Það er mín von að þið nýtið ykkar tækifæri vel.Með vinsemd.Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraAfrit af þessum pósti er sent á sveitarstjórnarmenn sem bera hina raunverulegu ábyrgð á kjarasamningi og launaþróun leikskólakennara. Einnig fá fjölmiðlar afrit af þessum pósti.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira