Telur skrímsli búa í holum í Geirþjófsfirði 30. júní 2011 11:00 Árni Kópsson kafari stendur við myndavélina sem send var niður í holu í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Nú ætlar Árni að rannsaka nánar myndskeiðið þar sem dularfullu fyrirbæri bregður fyrir. Mynd/Ásta Sif Holurnar í Geirþjófsfirði Á þessari þrívíddarmynd sjást holurnar í Geirþjófsfirði.Mynd/Guðrún Helgadóttir „Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því," segir Árni Kópsson kafari sem fór síðastliðinn fimmtudag í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Hann segist nú ætla að horfa gaumgæfilega á myndskeið sem hann tók í leiðangrinum til að ráða fram úr gátunni. Árni sendi djúpsjávarmyndavél niður í holu á sjávarbotni en nokkrar slíkar fundust fyrir nokkrum árum þegar Hafrannsóknastofnun gerði geislamælingakort af fjarðarbotninum. Árni segir að einnig hafi verið krökkt af rækju og nokkuð af fiski í holunni. Hann telur að um tíu til fimmtán metrar séu frá opi stærstu holunnar og niður að botni hennar sem er tæpum hundrað metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur, sem var með í ferðinni, segir að tilgangur hennar hafi verið að kanna fyrirbæri á Stapadýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarðar. Hann hefur safnað skrímslasögum og segir að margar þeirra séu frá svæðinu í námunda við holurnar. Hann telur því líklegt að þar séu heimkynni skrímsla. Árni segir að afrakstur ferðarinnar renni stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Meðal skrímslasagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld. Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum." Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að víðar megi finna svona gíga eða holur við landið. „Almennt er talið að þessi fyrirbæri hafi myndast við einhvers konar útstreymi vökva eða gass, sem getur verið af ýmsum toga," segir hún. „Ein líkleg skýring á holum innfjarðar er gasmyndun vegna rotnandi lífvera." Spurð um kenningu Þorvaldar segir hún: „það er auðvitað mjög skemmtileg skýring." Það voru Skrímslasetrið á Bíldudal, Jón Þórðarsonar athafnamaður og Arnfirðingafélagið sem stóðu að leiðangrinum. jse@frettabladid.is Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Holurnar í Geirþjófsfirði Á þessari þrívíddarmynd sjást holurnar í Geirþjófsfirði.Mynd/Guðrún Helgadóttir „Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því," segir Árni Kópsson kafari sem fór síðastliðinn fimmtudag í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Hann segist nú ætla að horfa gaumgæfilega á myndskeið sem hann tók í leiðangrinum til að ráða fram úr gátunni. Árni sendi djúpsjávarmyndavél niður í holu á sjávarbotni en nokkrar slíkar fundust fyrir nokkrum árum þegar Hafrannsóknastofnun gerði geislamælingakort af fjarðarbotninum. Árni segir að einnig hafi verið krökkt af rækju og nokkuð af fiski í holunni. Hann telur að um tíu til fimmtán metrar séu frá opi stærstu holunnar og niður að botni hennar sem er tæpum hundrað metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur, sem var með í ferðinni, segir að tilgangur hennar hafi verið að kanna fyrirbæri á Stapadýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarðar. Hann hefur safnað skrímslasögum og segir að margar þeirra séu frá svæðinu í námunda við holurnar. Hann telur því líklegt að þar séu heimkynni skrímsla. Árni segir að afrakstur ferðarinnar renni stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Meðal skrímslasagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld. Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum." Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að víðar megi finna svona gíga eða holur við landið. „Almennt er talið að þessi fyrirbæri hafi myndast við einhvers konar útstreymi vökva eða gass, sem getur verið af ýmsum toga," segir hún. „Ein líkleg skýring á holum innfjarðar er gasmyndun vegna rotnandi lífvera." Spurð um kenningu Þorvaldar segir hún: „það er auðvitað mjög skemmtileg skýring." Það voru Skrímslasetrið á Bíldudal, Jón Þórðarsonar athafnamaður og Arnfirðingafélagið sem stóðu að leiðangrinum. jse@frettabladid.is
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira