Verðið þykir í hærri kantinum 30. júní 2011 14:00 Stjórnendur netfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa upp á síðkastið verið áhugasamir um skráningu á hlutabréfamarkað. Mynd/AP Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira