Ögmundur Kristinsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hammarby í Svíþjóð þegar liðið mætti Häcken á útivelli í dag.
Ögmundur þurfti að hirða boltann þrisvar sinnum úr netinu, en liðin skildu jöfn, 3-3, í sex marka leik.
Häcken komst yfir með marki Mohammed Abubakari á 22. mínútu og Paulo de Oliveira kom Häcken svo í 2-1 með marki úr víatspyrnu eftir að Fredrik Torsteinbö minnkaði muninn fyrir gestina.
Paulo de Oliveira skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Häcken á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, 3-1, en mörk frá Johan Person og Erik Israelsson tryggðu gestunum eitt stig. Lokatölur, 3-3.
Birkir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður, var að vanda í byrjunarliði Hammarby sem er í ellefta sæti með 18 stig eftir 16 umferðir.
