Tónlist

Nýtt myndband frá Helga Björns og Reiðmönnum vindanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir glænýtt myndband frá Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Myndbandið er við lagið Viltu dansa? en bæði lag og texti er eftir Magnús Eiríksson.

Þetta er eitt af allra fyrstu lögum Magnúsar en það kom upphaflega út seint á sjöunda áratugnum í flutningi Pónik og Einars.

Í myndbandinu sjást Helgi og Reiðmennirnir dilla sér eins og enginn sé morgundagurinn ásamt Gígju Skaldardóttur og Bjartey Sveinsdóttur úr hljómsveitinni Ylju sem syngja með þeim í laginu.

Helgi og Reiðmenn vindanna halda stórtónleika í Hörpu þann 16. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.