Biðja almenning um að halda ró sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 17:03 Fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalanum auk sóttvarnalæknis sátu fyrir svörum á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00