Srebrenica og eftirmál Einar Benediktsson skrifar 30. júní 2011 06:00 Fyrir skemmstu tókst loks að handsama og færa fyrir stríðglæpastólinn í Haag, Ratko Mladic, sem stjórnaði voðaverkum Serba á hinu friðlýsta svæði Srebrenica í Bosníu árið 1995. Evrópuþjóðir höfðu verið aðgerðalausar við fjöldamorð á múslimum en seint og um síðir hefst uppgjör vegna hryllilegra þjóðernislegra „hreinsana". Allt þetta lá þó ljóst fyrir í mikilli fjölmiðlun um Bosníustríðið á sínum tíma. Þá var hins vegar engu líkara en að í almenningsálitinu væri þessi endurvakta villimennska í Evrópu virt að vettugi; helfararfortíðin væri nóg. Bosnía Hersegovína er forn vegamót tveggja menningarheima, þess rómverska og hins bysantínska, og er sögusvið skáldverksins Brúin yfir Drina eftir Nóbelsverðlaunahafann Ivo Andric. Þá bók las ég fyrir löngu til fróðleiks um friðsamleg og fjandsamleg samskipti þjóðarbrotanna, sem lengst af höfðu lotið Tyrkjum, síðar Austurríkismönnum þar til konungdæmi var stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina. Eftir þá síðari verður Bosnía Hersegovína eitt af ríkjum alþýðulýðveldisins Júgóslavíu sem Títo veitti forystu. Ég átti þess kost að kynnast landinu nokkuð á aðalfundi UNESCO sem haldinn var í Belgrad árið 1980. Þá var það mál manna að Júgóslavía myndi ekki liðast í sundur. Í valdatíð Títos hefði sundurlyndum þegnum lærst að lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta var reyndar alrangt. Þegar Bosnía Hersegovína lýsti yfir sjálfstæði 1992 fylgdi í kjölfarið blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba, sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin 1992-1993 var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan 1945. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi. Með Dayton–samningnum árið 1995 tókst að binda enda á blóðbaðið. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og Bosníu-Serba hins vegar. Engum blöðum er um það að fletta að stærri þjóðir Evrópu gerðust sekar um þau sorglegu mistök að lýsa því ekki strax yfir, að til hernaðaríhlutunar þeirra kæmi umsvifalaust ef árásir hæfust í Bosníu af hálfu eins eða annars. Það ráð hefði hugsanlega nægt, ef í tíma hefði verið tekið, í stað þess að bjóða fram mannúðaraðstoð sem var í sjálfu sér nauðsynleg en líka máttlaus án pólitískra markmiða. Í þeim efnum víkur sögunni að Evrópusambandinu. Stefna þess hefur verið að ná til ríkja á Balkanskaga í þeim augljósa tilgangi að þar komist á stöðugleiki lýðræðislegra þjóðfélaga. Þau pólitísku markmið hafa öll ríkin sem fyrrum mynduðu Júgóslavíu sett sér og Slóvenía hefur þegar gerst aðili að ESB. Serbía sótti um aðild í desember 2009 og stefnir að aðild 2014. Staða mannréttindamála í Serbíu var þrándur í götu og ekki ásættanleg fyrr en Mladic væri fangaður og fluttur til Haag. Nú þegar það mál er leyst er ætlun Serba að óska þess að þeir séu viðurkenndir sem fullgildur umsóknaraðili að Evrópusambandinu. Með Rómarsamningnum tókust órjúfandi sættir erfðafjendanna Frakka og Þjóðverja, sem höfðu átt meginþátt í Evrópustyrjöldum. Íslendingar höfðu aðild að NATO og samstarf við Bandaríkin sér til varnar. Utan þeirrar samvinnu skipti Ísland það miklu máli að tengjast evrópskri viðskiptasamvinnu í EFTA og EES með sínum sérákvæðum. Þetta hefði reyndar nægt ef NATO kalda stríðsins hefði lifað áfram, Bandaríkjamenn setið sem fastast í Keflavík og efnahagssamvinnan í ESB staðnað við frjálsan innri markað ríkjanna í gömlu Vestur-Evrópu. En framvinda Evrópumála hélt áfram. Eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands reyndi á hinn gamla kjarna samstarfsins að tryggja frjálsan innri markað og myntbandalag Maastricht-sáttmálans, en efna jafnframt til stækkana ESB til austurs og suðurs og þar með nálgun við hinn róstusama Balkanskaga. Lög og réttur, ásamt festu stofnana ríkjasamstarfsins, mun vafalaust tryggja friðsamlega sambúð þjóða Balkanskaga, verði þær aðilar að Evrópusambandinu. Það er okkur Íslendingum rétt eins og öðrum Evrópuþjóðum verðugt takmark. Megi nú menn láta af fjarstæðukenndum áróðri gegn ESB. Raunverulegir samningar um aðild okkar eru rétt að hefjast að lokinni tæknilegri rýnivinnu. Evrópusambandið er ekki stofnað til höfuðs þátttakendum og hagsmunum þeirra. Þvert á móti. Þátttakan í sameiginlegum innri markaði í tryggu lagalegu umhverfi hefur verið Íslandi mikill ávinningur. Sjálfstæð mynt smáríkisins fær ekki staðist og þar blasir við möguleg þátttaka í Myntbandalagi Evrópu. En fyrst og fremst þarf að ljúka samningunum um aðild og leggja árangurinn fyrir þjóðina. Það gæti orðið á svipuðum tíma og í Serbíu. Þrátt fyrir blóðugan skugga Srebrenica eiga komandi kynslóðir Serba vonandi framundan betri framtíð, rétt eins og þá sem stofnaðilum ESB gafst þrátt fyrir voðaverk þeirra í þá nýafstaðinni styrjöld. Og nú er hjárænn hljómur í því að tala um vinaþjóðirnar Frakka og Þjóðverja sem gamla erfðafjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu tókst loks að handsama og færa fyrir stríðglæpastólinn í Haag, Ratko Mladic, sem stjórnaði voðaverkum Serba á hinu friðlýsta svæði Srebrenica í Bosníu árið 1995. Evrópuþjóðir höfðu verið aðgerðalausar við fjöldamorð á múslimum en seint og um síðir hefst uppgjör vegna hryllilegra þjóðernislegra „hreinsana". Allt þetta lá þó ljóst fyrir í mikilli fjölmiðlun um Bosníustríðið á sínum tíma. Þá var hins vegar engu líkara en að í almenningsálitinu væri þessi endurvakta villimennska í Evrópu virt að vettugi; helfararfortíðin væri nóg. Bosnía Hersegovína er forn vegamót tveggja menningarheima, þess rómverska og hins bysantínska, og er sögusvið skáldverksins Brúin yfir Drina eftir Nóbelsverðlaunahafann Ivo Andric. Þá bók las ég fyrir löngu til fróðleiks um friðsamleg og fjandsamleg samskipti þjóðarbrotanna, sem lengst af höfðu lotið Tyrkjum, síðar Austurríkismönnum þar til konungdæmi var stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina. Eftir þá síðari verður Bosnía Hersegovína eitt af ríkjum alþýðulýðveldisins Júgóslavíu sem Títo veitti forystu. Ég átti þess kost að kynnast landinu nokkuð á aðalfundi UNESCO sem haldinn var í Belgrad árið 1980. Þá var það mál manna að Júgóslavía myndi ekki liðast í sundur. Í valdatíð Títos hefði sundurlyndum þegnum lærst að lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta var reyndar alrangt. Þegar Bosnía Hersegovína lýsti yfir sjálfstæði 1992 fylgdi í kjölfarið blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba, sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin 1992-1993 var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan 1945. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi. Með Dayton–samningnum árið 1995 tókst að binda enda á blóðbaðið. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og Bosníu-Serba hins vegar. Engum blöðum er um það að fletta að stærri þjóðir Evrópu gerðust sekar um þau sorglegu mistök að lýsa því ekki strax yfir, að til hernaðaríhlutunar þeirra kæmi umsvifalaust ef árásir hæfust í Bosníu af hálfu eins eða annars. Það ráð hefði hugsanlega nægt, ef í tíma hefði verið tekið, í stað þess að bjóða fram mannúðaraðstoð sem var í sjálfu sér nauðsynleg en líka máttlaus án pólitískra markmiða. Í þeim efnum víkur sögunni að Evrópusambandinu. Stefna þess hefur verið að ná til ríkja á Balkanskaga í þeim augljósa tilgangi að þar komist á stöðugleiki lýðræðislegra þjóðfélaga. Þau pólitísku markmið hafa öll ríkin sem fyrrum mynduðu Júgóslavíu sett sér og Slóvenía hefur þegar gerst aðili að ESB. Serbía sótti um aðild í desember 2009 og stefnir að aðild 2014. Staða mannréttindamála í Serbíu var þrándur í götu og ekki ásættanleg fyrr en Mladic væri fangaður og fluttur til Haag. Nú þegar það mál er leyst er ætlun Serba að óska þess að þeir séu viðurkenndir sem fullgildur umsóknaraðili að Evrópusambandinu. Með Rómarsamningnum tókust órjúfandi sættir erfðafjendanna Frakka og Þjóðverja, sem höfðu átt meginþátt í Evrópustyrjöldum. Íslendingar höfðu aðild að NATO og samstarf við Bandaríkin sér til varnar. Utan þeirrar samvinnu skipti Ísland það miklu máli að tengjast evrópskri viðskiptasamvinnu í EFTA og EES með sínum sérákvæðum. Þetta hefði reyndar nægt ef NATO kalda stríðsins hefði lifað áfram, Bandaríkjamenn setið sem fastast í Keflavík og efnahagssamvinnan í ESB staðnað við frjálsan innri markað ríkjanna í gömlu Vestur-Evrópu. En framvinda Evrópumála hélt áfram. Eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands reyndi á hinn gamla kjarna samstarfsins að tryggja frjálsan innri markað og myntbandalag Maastricht-sáttmálans, en efna jafnframt til stækkana ESB til austurs og suðurs og þar með nálgun við hinn róstusama Balkanskaga. Lög og réttur, ásamt festu stofnana ríkjasamstarfsins, mun vafalaust tryggja friðsamlega sambúð þjóða Balkanskaga, verði þær aðilar að Evrópusambandinu. Það er okkur Íslendingum rétt eins og öðrum Evrópuþjóðum verðugt takmark. Megi nú menn láta af fjarstæðukenndum áróðri gegn ESB. Raunverulegir samningar um aðild okkar eru rétt að hefjast að lokinni tæknilegri rýnivinnu. Evrópusambandið er ekki stofnað til höfuðs þátttakendum og hagsmunum þeirra. Þvert á móti. Þátttakan í sameiginlegum innri markaði í tryggu lagalegu umhverfi hefur verið Íslandi mikill ávinningur. Sjálfstæð mynt smáríkisins fær ekki staðist og þar blasir við möguleg þátttaka í Myntbandalagi Evrópu. En fyrst og fremst þarf að ljúka samningunum um aðild og leggja árangurinn fyrir þjóðina. Það gæti orðið á svipuðum tíma og í Serbíu. Þrátt fyrir blóðugan skugga Srebrenica eiga komandi kynslóðir Serba vonandi framundan betri framtíð, rétt eins og þá sem stofnaðilum ESB gafst þrátt fyrir voðaverk þeirra í þá nýafstaðinni styrjöld. Og nú er hjárænn hljómur í því að tala um vinaþjóðirnar Frakka og Þjóðverja sem gamla erfðafjendur.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun