Alvarlegt atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum Magnus Gissler og Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Daníel Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun