Segir Gunnar hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 11:29 VISIR/GVA Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira