12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 20:43 Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár. Vísir/Valli Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira