Lést upp á sviði í miðjum tónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 12:20 Hinn litríki tónlistarmaður Papa Wemba féll frá í miðjum tónleikum á dögunum. Vísir/Getty Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn. Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hinn áhrifamikli tónlistarmaður frá Kongó, Papa Wemba, lést er hann kom fram á tónleikum í Abidjan í Fílabeinaströndinni. Á myndbandi sem birt hefur verið af tónleikunum sést hvernig Wemba fellur niður á sviðið án þess að þeir sem með honum voru á sviði átti sig á því hvað er að gerast. Papa Wemba var einn af vinsælustu tónlistarmönnum Afríku. Frá því að hann hóf feril sinn árið 1969 gaf hann út hvern slagarann á fætur öðrum en Soukous eða Rumba rokk, sú tónlistarstefna sem Wemba aðhylltist varð ein vinsælasta tónlistarstefnan innan Afríku og má ekki síst þakka það framlagi Wemba. Hann hét fullu nafni Jules Shungu Webadio og var tískugoð en og hafði mikil áhrif á hreyfingu sem nefnist Sapeurs. Meðlimir hennar eru gjarnan ungir karlmenn sem eyða miklum fjárhæðum í dýran tískufatnað. Wemba var lítríkur karakter og komst einnig í kast við lögin en árið 2004 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Frakklandi fyrir hlutverk sitt í að koma innflytjendum ólöglega til Evrópu. Þóttust þeir vera meðlimir í hljómsveit Wemba. Þá mátti hann einnig eitt sinn dúsa í fangelsi í Zaire fyrir að hafa átt í sambandi við dóttur herforingja þar í landi. Hann var 66 ára að aldri en dánarorsök er ókunn.
Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira