Lífið

Fermist í dag og fer á svið á miðvikudag

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ilmi Maríu dreymir um að verða dansari.
Ilmi Maríu dreymir um að verða dansari. Vísir/Pjetur
Í hvaða skóla ertu, Ilmur María? Ég er í Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum sem er mjög yndislegur staður.

Hvað er svona sérstakt við þann skóla? Hann er úti í náttúrunni fyrir utan bæinn. Þar eru aðeins öðruvísi kennsluaðferðir en í öðrum skólum, en aðallega í byrjun, svo í unglingadeild er allt nánast eins og í venjulegum skólum.

Hver finnst þér skemmtilegustu fögin? Mér finnst skemmtilegast í íþróttum, handavinnu og ensku.

Farið þið stundum í fjallgöngu frá skólanum? Voða sjaldan, en við gerðum það oft þegar við vorum yngri.



Hvað er mest spennandi af því sem þú ert að fást við þessa dagana? Ég er að fara að fermast í dag og er mjög spennt fyrir því! Svo erum við að æfa leikrit í skólanum sem við ætlum að sýna í Gamla bíói næsta miðvikudag, 27. apríl. Leikritið heitir Sólkastalinn.

Hvaða hlutverk leikur þú? Ég leik nokkur aukahlutverk með litlu krökkunum til að aðstoða þau og er í mörgum mismunandi búningum. Svo er ég líka í hljómsveitinni í einu atriði.

Ertu farin að spá í hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða dansari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×