Erlent

Hvarf MH370 var slys og allir eru taldir af

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórnvöld í Malasíu hafa nú formlega lýst hvarfi MH370, vélar malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, sem slysi og eru nú allir sem voru um borð taldir af.

Ekkert hefur spurst til vélarinnar frá því að hún hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi 8. mars 2014.

Talsmaður yfirvalda segir leit enn standa yfir en að allir þeir 239 sem voru um borð séu taldir af.

Vélin var á leið frá malasísku höfuðborginni Kuala Lumpur til Beijing í Kína þegar hún hvarf.

Flestir farþega um borð í vélinni voru Kínverjar.


Tengdar fréttir

Leit að MH370 hefst að nýju

Enn á ný er hafin leit að flaki Malasísku farþegaþotunnar sem hvarf með manni og mús þann áttunda mars síðastliðinn, einhversstaðar á milli Malasíu og Víetnam. Nú hefur leitarskipið GO Phoenix verið sent á svæðið þar sem líklegast er talið að vélin hafi hrapað og hófst neðansjávarleit í morgun. Talið er að aðgerðin geti þó tekið allt að einu ári enda er um gríðarlegt flæmi að ræða sem til stendur að leita á en það eru áströlsk yfirvöld sem skipuleggja leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×