Leoncie með lífverði í Vestmannaeyjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2015 08:00 „Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira