Hætta við EVE Fanfest vegna kórónuveirunnar Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 18:39 Þúsundir hafa heimsótt hátíðina undanfarin ár en hún hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2004. EVE Online CCP Games hefur ákveðið að blása af hátíðina EVE Fanfest í ár vegna kórónuveirunnar COVID-19. Hátíðin átti að fara fram í Reykjavík dagana 2. til 4. apríl. Hátíðin hefur verið haldin hér á landi árlega frá árinu 2004 og farið stækkandi með ári hverju. Í yfirlýsingu frá CCP kemur fram að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld en þeim þyki nauðsynlegt að forgangsraða öryggi og heilsu gesta, starfsfólk og almennings á Íslandi. „Við áttum okkur á því að aðstæður gætu verið aðrar eftir mánuð, en miðað við núverandi þróun, bæði á heimsvísu og í nágrannalöndunum sem og eftir mikla umhugsun er það ljóst að þetta er nauðsynlegt skref að taka,“ segir í yfirlýsingunni. Í dag greindist fyrsta tilfelli COVID-19 hér á landi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem hafði verið með fjölskyldu sinni í skíðaferð veiktist nokkrum dögum eftir að hann kom heim og reyndist sýni úr honum jákvætt. Þúsundir aðdáenda EVE Online hafa sótt hátíðina undanfarin ár og er því ljóst að þetta er áfall fyrir marga sem höfðu áætlað að gera sér ferð hingað til lands. CCP segist þó hafa viljað taka ákvörðunina eins fljótt og mögulegt var svo fólk gæti gert ráðstafanir í samræmi við það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
CCP Games hefur ákveðið að blása af hátíðina EVE Fanfest í ár vegna kórónuveirunnar COVID-19. Hátíðin átti að fara fram í Reykjavík dagana 2. til 4. apríl. Hátíðin hefur verið haldin hér á landi árlega frá árinu 2004 og farið stækkandi með ári hverju. Í yfirlýsingu frá CCP kemur fram að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld en þeim þyki nauðsynlegt að forgangsraða öryggi og heilsu gesta, starfsfólk og almennings á Íslandi. „Við áttum okkur á því að aðstæður gætu verið aðrar eftir mánuð, en miðað við núverandi þróun, bæði á heimsvísu og í nágrannalöndunum sem og eftir mikla umhugsun er það ljóst að þetta er nauðsynlegt skref að taka,“ segir í yfirlýsingunni. Í dag greindist fyrsta tilfelli COVID-19 hér á landi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem hafði verið með fjölskyldu sinni í skíðaferð veiktist nokkrum dögum eftir að hann kom heim og reyndist sýni úr honum jákvætt. Þúsundir aðdáenda EVE Online hafa sótt hátíðina undanfarin ár og er því ljóst að þetta er áfall fyrir marga sem höfðu áætlað að gera sér ferð hingað til lands. CCP segist þó hafa viljað taka ákvörðunina eins fljótt og mögulegt var svo fólk gæti gert ráðstafanir í samræmi við það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03