Skottið fullt af drasli Frosti Logason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ég hlustaði á útvarpið á leið minni til vinnu í gærmorgun og heyrði þar nýjan fróðleik sem ég á eftir að búa að það sem eftir lifir ævi minnar. Þar var læknir sem fræddi hlustendur um þá staðreynd að inntaka sítrónusafa að morgni í volgu vatni gerði kraftaverk fyrir lifrina, þarma og ristil. Sítrónan gerir það að verkum að betri hreyfing kemst á allt þetta kerfi flókinna líffæra en lífið gengur víst miklu betur fyrir sig þegar við náum að hreinsa óæskilegar gallsýrur út um þarmana og nýrun frekar en með öðrum leiðum sem liggja upp á við. Læknirinn sagði mikilvægt að fara á fætur á milli klukkan sjö og níu til þess að sleppa út því sem lifrin væri búin að framleiða yfir nóttina. Ef þessi hreinsun fær ekki að eiga sér stað aukast víst líkurnar á alls kyns óþægindum en níutíu prósent af öllum vandamálum mannsins eiga jú upptök sín að rekja til ristilsins. Ég og samstarfsfélagi minn fórum að vorkenna sjálfum okkur fyrir það erfiða hlutskipti að sitja stöðugt fastir til hádegis fyrir framan hljóðnemann í beinni útsendingu. Það gerir það nefnilega að verkum að okkur gefst yfirleitt ekki færi á að leyfa þessari mikilvægu hreinsun að eiga sér stað fyrr en um eða eftir hádegi. En sú mæða, hugsuðum við, eflaust styttist ævi okkar umtalsvert með því að geyma allt þetta drasl í skottinu fram eftir degi. Það var því hughreystandi þegar hlustendur hringdu inn og bentu okkur á að það væru aðrir hópar í samfélaginu sem hefðu það skítt í þessum efnum. Nægir þar að nefna strætóbílstjórann sem þurfti að deila sínum hægðum niður á þrjár mínútur í Mjóddinni og klára svo rest niðri á Hlemmi klukkutíma síðar. Kranamaðurinn í Borgartúni átti líka alla okkar samúð þar sem hann hírðist í tugmetra hæð heilu og hálfu dagana og gat lítið annað gert en að horfa með hýru auga á tóman kaffibolla sinn þegar náttúran kallaði. Þá megum við allavega þakka fyrir að geta í neyðartilvikum skellt Bitter Sweet Symphony á fóninn og hlaupið inn á náðhúsið með skeiðklukkuna að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég hlustaði á útvarpið á leið minni til vinnu í gærmorgun og heyrði þar nýjan fróðleik sem ég á eftir að búa að það sem eftir lifir ævi minnar. Þar var læknir sem fræddi hlustendur um þá staðreynd að inntaka sítrónusafa að morgni í volgu vatni gerði kraftaverk fyrir lifrina, þarma og ristil. Sítrónan gerir það að verkum að betri hreyfing kemst á allt þetta kerfi flókinna líffæra en lífið gengur víst miklu betur fyrir sig þegar við náum að hreinsa óæskilegar gallsýrur út um þarmana og nýrun frekar en með öðrum leiðum sem liggja upp á við. Læknirinn sagði mikilvægt að fara á fætur á milli klukkan sjö og níu til þess að sleppa út því sem lifrin væri búin að framleiða yfir nóttina. Ef þessi hreinsun fær ekki að eiga sér stað aukast víst líkurnar á alls kyns óþægindum en níutíu prósent af öllum vandamálum mannsins eiga jú upptök sín að rekja til ristilsins. Ég og samstarfsfélagi minn fórum að vorkenna sjálfum okkur fyrir það erfiða hlutskipti að sitja stöðugt fastir til hádegis fyrir framan hljóðnemann í beinni útsendingu. Það gerir það nefnilega að verkum að okkur gefst yfirleitt ekki færi á að leyfa þessari mikilvægu hreinsun að eiga sér stað fyrr en um eða eftir hádegi. En sú mæða, hugsuðum við, eflaust styttist ævi okkar umtalsvert með því að geyma allt þetta drasl í skottinu fram eftir degi. Það var því hughreystandi þegar hlustendur hringdu inn og bentu okkur á að það væru aðrir hópar í samfélaginu sem hefðu það skítt í þessum efnum. Nægir þar að nefna strætóbílstjórann sem þurfti að deila sínum hægðum niður á þrjár mínútur í Mjóddinni og klára svo rest niðri á Hlemmi klukkutíma síðar. Kranamaðurinn í Borgartúni átti líka alla okkar samúð þar sem hann hírðist í tugmetra hæð heilu og hálfu dagana og gat lítið annað gert en að horfa með hýru auga á tóman kaffibolla sinn þegar náttúran kallaði. Þá megum við allavega þakka fyrir að geta í neyðartilvikum skellt Bitter Sweet Symphony á fóninn og hlaupið inn á náðhúsið með skeiðklukkuna að vopni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun