Lífið

Frumsýnir tvö ný myndbönd

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Sesar A efnir til útgáfuveislu í kvöld.
Sesar A efnir til útgáfuveislu í kvöld. Vísir/AndriMarinó
Rapparinn Sesar A, sem heitir réttu nafni Eyjólfur B. Eyvindarson, efnir til útgáfuveislu á Gauknum í kvöld.

Tilefnið er enduropnun heimasíðunnar Sesar-a.com þar sem allir tenglar sem tengjast rapparanum eru birtir og frumsýningar tveggja tónlistarmyndbanda.

„Það er nýtt lag sem heitir Láttu renna sem ég var að gefa út á netinu, ég er að frumsýna myndbandið við það og annað lag sem heitir Nema hvað,“ segir Sesar A en lagið gefur hann út á vefsíðunni Sesara.bandcamp.com.

„Þetta er mjög sniðug síða, fólk getur sett núll krónur í greiðslureitinn ef það vill fá lagið frítt en ef það vill borga þá getur það gert það,“ og getur fólk því ráðið hvort það greiðir fyrir lagið og hversu mikið en Sesar A er að vinna að því að færa alla sína tónlist inn á vefsíðuna.

Einnig verður frumsýnt myndband við lagið Nema hvað sem Blaz Roca er gestur í. „Lagið var upphaflega gert árið 2004, þá bjó ég úti í Barcelona,“ segir Sesar A og bætir við: „Við tókum myndefnið upp árið 2004. Þetta er nýtt myndband með tíu ára gömlu myndefni.“

Húsið verður opnað klukkan níu og myndböndin sýnd klukkan ellefu, sérstakir gestir eru Blaz Roca, Herra Hnetusmjör og Aníta Laskar en um skífuþeytingar sjá Dj Kocoon og Dj Moonshine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.