Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira