Erlent

Njósnarinn Stig Bergling látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Stig Bergling var tekinn höndum í Ísrael árið 1977.
Stig Bergling var tekinn höndum í Ísrael árið 1977.
Sænski njósnarinn Stig Bergling er látinn, 77 ára að aldri. Bergling var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið.

Bergling hóf störf innan sænsku lögreglunnar árið 1958 og innan leyniþjónustunnar 1969. Um miðjan áttunda áratuginn fóur menn innan lögreglunnar að gruna að njósnari starfaði innan hennar.

Í frétt SVT segir að mál Bergling sé umfangsmesta njósnamálið í sögu landsins. Bergling var tekinn höndum í Ísrael árið 1977.

Bergling var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1979 og viðurkenndi hann að hafa njósnað fyrir Sovétríkin allan áttunda áratuginn. Fjárhagslegar ástæður hafi legið að baki.

Bergling flúði úr landi ásamt eiginkonu sinni þegar hann var í dagsleyfi árið 1987. Hélt hann til Rússlands, um Álandseyjar og Finnland.

Næstu árin bjó Bergling svo í Rússlandi, Líbanon, Ungverjalandi og Ísrael áður en hann gaf sig fram árið 1994 af heilsufarsástæðum.

Hann hélt afplánun sinni áfram en var sleppt árið 1997. Síðustu árin bjó hann á dvalarheimili fyrir aldraða í Stokkhólmi, en hann þjáðist af Parkinson-veiki síðustu árin.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar hleruðu síma Hillary Clinton

Þetta kemur fram í gögnum sem þýskur njósnari lét bandarísku leyniþjónustunni í té. Gögnin eru talin geta haft mikil áhrif á deilurnar sem nú standa yfir milli ríkjanna vegna víðtækra hlerana Öryggisstofnunar Bandaríkjanna.

Njósnari rekinn frá Rússlandi

Bandarískur njósnari í dulargervi var handsamaður í Moskvu fyrir skemmstu. Njósnarinn var að reyna að fá rússneskan njósnara til liðs við bandarísku leyniþjónustuna CIA með því að bera á hann fé, að því er rússnesk stjórnvöld greindu frá í gær. Maðurinn þarf að yfirgefa Rússland strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×