Er í raun skíthrædd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 13:00 „Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu,“ segir Berglind María. Vísir/Ernir „Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira