Náðu tökum á eldunum Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 18:21 Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. Hvert hitametið hefur verið slegið í Suður-Evrópu það sem af er sumri. Fyrir vikið hafa skógareldar logað í Króatíu síðustu daga en einnig í Albaníu, Búlgaríu, Grikklandi, á Ítalíu, í Makedóníu og Tyrklandi. Talið er að enn eigi eftir að hitna víða á svæðinu og óttast eldar kunni að kvikna í Portúgal og á Spáni. Talið er að þrjú þúsund ferkílómetrar af skólendi hafi orðið eldunum að bráð það sem af er sumri - meira en allt árið í fyrra - og eldarnir því einhverjir þeir verstu sem sögur fara af í þessum hluta álfunnar. Óttast var að eldar sem loguðu í króatísku hafnaborginni Dubrovnik um helgina breiddust frekar út og ógnuðu þar með sögufrægum miðaldabyggingum, en borgin, sem oft er kölluð Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Fimm hundruð slökkviliðsmenn böruðst við eldana í gær og í nótt en vindar og ósprungnar jarðsprengjur frá tíma stríðsátaka á Balkanskaganum, hömluðu aðgerðum. Í dag náðu þeir tökum á eldunum. Ekki reyndist þörf á að flytja fólk á brott frá heimilum sínum. Nokkur hús skemmdust en aðeins eitt brann til grunna. Eldarnir kviknuðu í Bosníu-Hersegóvínu og breiddust til Dubrovnik. Borgin er vinsæll ferðamannastaður en ferðamenn þar voru ekki í neinni hættu þar sem eldarnir náðu ekki nærri ströndinni þar sem flest hótel í hafnarborginni standa. Erlent Fréttir Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. Hvert hitametið hefur verið slegið í Suður-Evrópu það sem af er sumri. Fyrir vikið hafa skógareldar logað í Króatíu síðustu daga en einnig í Albaníu, Búlgaríu, Grikklandi, á Ítalíu, í Makedóníu og Tyrklandi. Talið er að enn eigi eftir að hitna víða á svæðinu og óttast eldar kunni að kvikna í Portúgal og á Spáni. Talið er að þrjú þúsund ferkílómetrar af skólendi hafi orðið eldunum að bráð það sem af er sumri - meira en allt árið í fyrra - og eldarnir því einhverjir þeir verstu sem sögur fara af í þessum hluta álfunnar. Óttast var að eldar sem loguðu í króatísku hafnaborginni Dubrovnik um helgina breiddust frekar út og ógnuðu þar með sögufrægum miðaldabyggingum, en borgin, sem oft er kölluð Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Fimm hundruð slökkviliðsmenn böruðst við eldana í gær og í nótt en vindar og ósprungnar jarðsprengjur frá tíma stríðsátaka á Balkanskaganum, hömluðu aðgerðum. Í dag náðu þeir tökum á eldunum. Ekki reyndist þörf á að flytja fólk á brott frá heimilum sínum. Nokkur hús skemmdust en aðeins eitt brann til grunna. Eldarnir kviknuðu í Bosníu-Hersegóvínu og breiddust til Dubrovnik. Borgin er vinsæll ferðamannastaður en ferðamenn þar voru ekki í neinni hættu þar sem eldarnir náðu ekki nærri ströndinni þar sem flest hótel í hafnarborginni standa.
Erlent Fréttir Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira