Páskahret ekki gengið yfir landið í rúm tuttugu ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2018 14:00 Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, annan í páskum. VÍSIR/VILHELM Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur. Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04