Forsetinn um kórónusmitið: „Skelfing leysir engan vanda“ Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 20:31 Guðni hvetur fólk til þess að ala ekki á ótta eða tortryggni. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnna en áður að landsmenn séu forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Guðna á Facebook-síðu hans þar sem hann bregst við tíðindum af fyrsta kórónuveirusmitinu af völdum COVID-19 hér á landi. „Gætum vel að hreinlæti, þvoum okkur vel og reglulega um hendur. Víða á mannamótum hefur sá siður verið tekinn upp tímabundið að heilsast ekki með handabandi. Það má alveg teljast sjálfsagt um stundarsakir þótt auðvitað sé ekki hundrað í hættunni ef fólk gleymir sér,“ skrifar Guðni en ítrekar þó mikilvægi handþvottar. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Þá segir hvetur hann fólk til þess að ala ekki á ótta eða tortryggni heldur eigi frekar að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og fylgjast með þróun mála. Það sé hægt á heimasíðu landlæknis sem og í fjölmiðlum hverju sinni. „Skelfing leysir engan vanda. Höldum ró okkar og höldum áfram okkar daglega lífi eftir því sem kostur er.“ Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum. Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnna en áður að landsmenn séu forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Guðna á Facebook-síðu hans þar sem hann bregst við tíðindum af fyrsta kórónuveirusmitinu af völdum COVID-19 hér á landi. „Gætum vel að hreinlæti, þvoum okkur vel og reglulega um hendur. Víða á mannamótum hefur sá siður verið tekinn upp tímabundið að heilsast ekki með handabandi. Það má alveg teljast sjálfsagt um stundarsakir þótt auðvitað sé ekki hundrað í hættunni ef fólk gleymir sér,“ skrifar Guðni en ítrekar þó mikilvægi handþvottar. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Þá segir hvetur hann fólk til þess að ala ekki á ótta eða tortryggni heldur eigi frekar að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og fylgjast með þróun mála. Það sé hægt á heimasíðu landlæknis sem og í fjölmiðlum hverju sinni. „Skelfing leysir engan vanda. Höldum ró okkar og höldum áfram okkar daglega lífi eftir því sem kostur er.“ Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum. Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30
Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03