Erlent

Bandaríkjamenn gagnrýna Írana

Jónas Haraldsson skrifar
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írana.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írana. MYND/AP
Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt Írana fyrir að halda áfram með kjarnorkuáætlanir sínar þrátt fyrir mótmæli alþjóðasamfélagsins. Gordon Johndroe, yfirmaður öryggisráðs Hvíta hússins, sagði Írana aðeins vera að auka á eigin einangrun með athæfi sínu.

Breskir embættismenn sögðu yfirlýsingu Írana í gær um að þeir hefðu hafið stórframleiðslu á auðguðu úrani brjóta gegn öllum samþykktum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.

Bæði Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt Írana til þess að hætta að auðga úran en allt hefur komið fyrir ekki.

Íranar tilkynntu einnig í gær að ef vesturveldin halda áfram að beita þá þrýstingi vegna kjarnorkuáætlunnar sinnar, ætli þeir að endurskoða aðild sína að samning um takmörkun á dreifingu kjarnavopna.

Íranar hafa ávallt sagt að þeir ætli sér að framleiða kjarorku til þess að nota í rafmagnsframleiðslu en vesturveldin halda því fram að þeir ætli sér að framleiða kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×