Í fararbroddi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. mars 2018 10:00 Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum. Rafbílar voru í árslok 2017 um fimm þúsund talsins á Íslandi og hafði fjöldi þeirra þá fimmfaldast á ríflega 18 mánuðum. Opinberar spár gera ráð fyrir að árið 2030 verði hér 30 þúsund rafbílar. Forstjóri Orkuveitunnar telur þessar spár reyndar fullvarfærnislegar og að raunhæfara sé að áætla að þeir verði um hundrað þúsund talsins. Hann segir núverandi raforkukerfi auðveldlega bera þá fjölgun sem þegar hafi orðið, og að ekki þurfi frekari fjárfestingu í kerfinu fyrr en rafbílar nái 50 þúsund. Auðvitað eru enn einhverjar áskoranir sem yfirstíga þarf áður en rafbíllinn verður fyrsti kostur á hverju heimili. Þannig þarf til dæmis að finna lausnir fyrir hleðslu við fjölbýlishús og í grónari hverfum borgarinnar. Mestu myndi þó muna ef bílaleigubílaflotinn yrði í auknum mæli samansettur af rafbílum. Nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn bílaleiga að vinna saman þannig að hvati myndist fyrir bílaleigurnar til að leigja út rafbíla í auknum mæli. Nú þegar hægt er að aka hringveginn á rafmagni eingöngu, hlýtur stærsta ljónið að vera úr veginum. Forveri núverandi umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, gaf það út í embættistíð sinni að það væri stefna stjórnvalda að Ísland skuli að fullu rafbílavætt árið 2030. Með öðrum orðum, bensín og dísilbílar skyldu vera með öllu horfnir af götunum fyrir þann tíma. Einhverjir urðu hissa á þessum yfirlýsingum ráðherra. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda benti á að með þessu yrði gengið mun lengra en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Í því samhengi má benda á að Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist banna dísil- og bensínbíla fyrir árið 2040. Björt vildi því að Íslendingar yrðu áratug á undan Bretum í þessum efnum. Mikil umræða hefur skapast nú í vetur og vor um svifryksmengun í Reykjavík. Ljóst er að þar spilar útblástur dísilbíla stóra rullu. Mörg stærri ríki, þar á meðal Bretland, hafa nú horfið frá fyrri stefnu sem hyglaði dísilbílum. Stefna þeirra flestra er nú að útrýma slíkum bílum af götunum. Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi. Orðspor okkar Íslendinga er að við búum í hreinu og tæru landi, þótt slíkt kunni að hljóma eins og mýta fyrir þá sem vanir eru að sitja fastir í umferð í Reykjavík. Björt var ekki í neinu bjartsýniskasti. Síður en svo. Ísland er lítið land og við eigum að geta lyft grettistaki í umhverfismálum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Við eigum að sameinast um það markmið að Ísland verði að fullu rafbílavætt fyrir árið 2030. Vilji og samtakamáttur er allt sem þarf.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar