Innmúrað hirðfífl – því miður Hafþór Sævarsson skrifar 20. júlí 2018 09:30 Jón Steinar Gunnlaugsson er gífurlega óheppilegur til að gæta hagsmuna fórnarlamba í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Ástæða þess er sú að að Jón Steinar stendur fyrst og síðast með þöggun þessara mála og afvegaleiðingu. Það er mat okkar sem þekkjum söguna að hann sé gjörsamlega vanhæfur. Málaliðinn hefur þann vana að skella öllum skuldum á Hæstarétt. Á góðum stundum í leiksýningum miklum, t.a.m. í Kastljósþætti gegn Skúla Magnússyni, finnst Jóni þessum flott að dylgja um innvígða og innmúraða hjá Hæstarétti. Sannleikurinn er hins vegar sá að Jón Steinar sjálfur er ekkert annað en innvígður sendill þeirra afla sem orsökuðu framgang Guðmundar- og Geirfinnsmála. Því hlýtur að teljast sorglegt að Jón Steinar hafi verið skipaður verjandi eins sakbornings í endurupptöku þessara mála fyrir Hæstarétti.Ólafur og Vísismafían Á árum áður tóku dyggir herstöðvar stuðningsmenn í kjarna Viðreisnarflokkana, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, höndum saman. Þeir réðust til atlögu gegn Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, sem hafði sýnt og sannað að hann væri eina mögulega ógn herstöðvarinnar bandarísku og þar með ógn við margskonar viðskiptasambönd sömuleiðis. Ólafur sætti linnulausum pólitískum skotgrafnarhernaði í gegnum tíð vinstristjórnarinnar og áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ólafur átti eftir að hafa orð á því á Alþingi sem var raunar sjónvarpað þann 2. febrúar árið 1976, að hafa geymt en ekki gleymt hnífstungum Sjálfstæðisflokksins. Þann dag var Ólafur tengdur við Geirfinnsmálið á Alþingi af Sighvati Björgvinssyni, þingmanni Alþýðuflokksins. Slíkt var allt í takt við þær dylgjur sem höfðu komið fram í Vísi sem stigmagnaðist eftir að svokallaðir „Klúbbmenn” voru geymdir í gæsluvarðhaldi, á hárréttum tímapunkti í byrjun árs 1976. Mesti fræðimaður síns tíma í lögum, eftir langan og farsælan feril sem kennari, gerðist stjórnmálamaður. Stjórnmálamanninum Ólafi Jóhannessyni var svo eignuð ævintýranleg hlutdeild í glæpamálum miklum. Hvort sem það átti að vera eiming spíra úr sjó, ólögleg opnun skemmtistaðar eða að hafa hindrað rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar, átti Ólafur að blandast þessu öllu með hinum óhugnalegasta hætti. Ekkert af því stenst skoðun. Ólafur nefndi Vísismafíuna á nafn í „beinni línu” þann 1. febrúar árið 1976. Þorsteinn Pálsson og aðrir stuðningsmenn bandarískra hagsmuna í stjórn Reykjaprents hf., útgáfufélags Vísis, kærðu dómsmálaráðherra þessa lands. Og fyrir hvað var dómsmálaráðherrann kærður? Fyrir að nota hugtakið „Vísismafía.” Með því að dirfast að verja sig gegn algjörri vitfirru sem kom úr innsta kjarna Viðreisnarklíkunnar. Ritstjórar Vísismafíunar, Þorsteinn Pálsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Árni Gunnarsson fyrir Alþýðuflokkinn, áttu ávallt eftir að halda í heiðri hagsmuni vestræns hernaðarbandalags. Þeir hófu störf fljótlega eftir að ný stjórn Reykjaprents hf. tók við eftir „sögulegan” aðalfund í júlímánuði árið 1975. Gunnar Thoroddsen var í minnihluta í stjórninni enda reyndist Gunnar vera sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem þorði að verja Ólaf rúmu hálfu ári síðar þegar árásin náði hápunkti sínum í þrýstingi fyrir afsögn Ólafs og botninum í lágkúru. Það fer ekkert á milli mála að mennirnir í meirihluta í nýskipaðri stjórn Reykjaprents hf. það sumar höfðu fitnað - og það jafnvel meira en góðu hófi gegnir - af viðskipasamböndum við Bandaríkin. Stjórnarformaður var Ingimundur Sigfússon í Heklu og með honum m.a. Þórir Jónsson framkvæmdastjóri fyrir Ford-umboðið. Sonur Ingimundar Sigfússonar, Valur Ingimundarson prófessor í sagnfræði, skrifaði gagnlega bók um samskipti Íslands, Bandaríkjanna og NATÓ frá árunum 1960-1974 sem nefnist „Uppgjör við umheiminn.” Þjóðviljinn greinir frá sviptingunum í stjórn Reykjaprents hf. sumarið 1975 þannig, að það hafi verið klíka Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra sem hafi tekið yfir stjórn útgáfufélagsins og Gunnar Thoroddsen hafi verið ofurliði borinn. Gárungar töluðu um Björn Bjarnason sem „Aðal-Geir” sem vísar til þess að Björn átti að hafa mikil áhrif í ákvarðanatöku Geirs Hallgrímssonar. Björn Bjarnason hefur neitað að hafa gegnt starfi sem pólitískur aðstoðarmaður Geirs. Þá hefur Björn vísað til þess að slíkt starf hafi aldrei verið til, Geir hafi aldrei haft pólitískan aðstoðarmann. Þegar Morgunblaðið spurði tíðinda úr opinberri heimsókn Geirs Hallgrímssonar til Vestur-Íslendinga í Kanada sem birt var 24. janúar 1975 var Björn spurður um ferðina. Björn var formlega deildarstjóri forsætisráðuneytis á þessum tíma. Þar talar Björn um þá Geir sem liðsheild, sbr. „þegar við komum...” Hefði Björn einungis verið í hlutverki starfsmanns ráðuneytisins hefði verið heppilegra að orða það svo: „þegar ráðherrann kom.” Morgunblaðið greinir frá hlutverkinu þannig: „en Björn er ráðherra þar til aðstoðar.” Í september 1975, fljótlega eftir fyrrnefndu sviptingarnar í stjórn Reykjaprents hf. það sumar, er Björn gerður að skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins. Í dag sitja þeir Björn Bjarnason og Árni Gunnarsson saman í stjórn Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu. Þorsteinn Pálsson hefur nefnt Evrópusambandið sem eðlilega þróun á NATÓ-aðild Íslendinga. Til að gera grein fyrir eðli vinnubragða þessa félagsskapar, því landsliði stuðningsmanna vestræns hernaðarbandalags sem hér um ræðir, kallaði Ólafur þessa samkundu „Vísis-mafíu.” Réttnefni er það og réttnefni skal það heita. Það var svo enginn annar en sjálfur Jón Steinar Gunnlaugsson sem birti Ólafi kæru þessarar Vísismafíu í lok febrúar árið 1976. Það er einmitt svo að Jón Steinar var lögmaður þessarar hagsmunagæslu varnar- og viðskipasambanda við Bandaríkin, sem beinlínis misnotaði Guðmundar- og Geirfinnsmálin í þeim tilgangi að koma höggi á Ólaf Jóhannesson, hvorki meira né minna. Hefur Jón Steinar einhvern tíma séð ástæðu til að gera þennan tíma upp? Eða er hann kannski bara búinn að gleyma því að hafa birt með undirskrift sinni, dómsmálaráðherra þessa lands kæru? Sjálfsagt ber hann ekki minni þess heldur að dómsmálaráðherra þessi var einnig kennari þegar hann nam lög, eða hvað? Ólafur kenndi í það minnsta Þorsteini Pálssyni og eflaust hefur Jón Steinar verið þakklátur hefði hann fengið að sitja einhverja tíma hjá Ólafi. Þar hefði hann ýmislegt getað lært, ef ekki sómasamlega siði þá í hið minnsta stílbragð sem hægt er að bera lágmarks virðingu fyrir. Í staðinn seldu þeir Jón Steinar og félagar hollustu sína og var Ólafur Jóhannesson sjöundi sakborningurinn – eða öllu heldur sá fyrsti - sem fékk dóm í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Orð Ólafs um Vísismafíu voru dæmd ómerk og hann svívirtur. Jón Steinar var þar í hlutverki sendiboða og böðuls. Af einhverjum ástæðum virðist Jón Steinar hafa takmarkaðan áhuga á að halda sögu þessari á lofti, í raun þvert á móti.Sáttur við hvítþvott Um aldamótin síðustu gætti Jón Steinar hagsmuna Magnúsar Leópoldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra skemmtistaðarins Klúbbsins. Það var vegna rannsóknar setts ríkissaksóknara Láru V. Júlíusdóttur um hvort menn tengdir skemmtistaðnum voru að ósekju tengdir við þessi umtöluðu sakamál. Hér er einfaldlega gert ráð fyrir því að Jón Steinar hafi alveg örugglega gert Magnúsi grein fyrir þessari forsögu sinni í góðri trú. Gott og vel, gerum ráð fyrir því. Fjöldamörg atriði í rannsókn Láru sýndu það svart á hvítu að Klúbburinn og Magnús Leópoldsson, voru einmitt tengdir að ósekju inn í málið. Þrátt fyrir að rannsóknin sjálf tíni saman fjöldamörg dæmi af þessum toga er einfaldlega fullyrt í niðurstöðu kafla rannsóknarinnar, að ekkert benti til að Klúbbmennirnir væru blandaðir í rannsóknina af svokölluðum rannsóknaraðilum. Hvað fannst Jóni Steinari um þennan hvítþvott andsætt hagsmunum skjólstæðings síns, Magnúsar Leópoldssonar? Jón var sá allra rólegasti yfir niðurstöðunni, af fjölmiðum þess tíma að dæma. Niðurstöðu sem var í bullandi mótsögn við rannsóknina sjálfa. Það er ekki annað að sjá en að Jón hafi samþykkt gjörninginn athugasemdalaust. Eflaust hefur hann verið svo hógvær og tillitssöm manngerð á þessum árum að hann þorði bara ekki að segja neitt til að annast almennilega hagsmunagæslu fyrir skjólstæðing sinn.Afvegaleiðing sögunnar Í greinargerð sinni nú, fyrir skjólstæðing sinn Kristján Viðar til Hæstaréttar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, nefnir Jón að málið fékk á sínum tíma mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Og að „furðuleg pólitísk upphlaup urðu” sem áttu eftir að halda þjóðinni upptekinni við málið í langan tíma. Stöldrum aðeins við þetta orðalag. Í fyrsta lagi nefnir Jón að þessi upphlaup „urðu” eins og úr tómarúmi einhvers konar sem enginn var valdur að. Þá hafi þau verið „furðuleg.” Með þessu orðalagi er vísvitandi verið að afvegaleiða athyglina frá þeim aðilum sem ollu þessum skipulögðu, andstætt þessum „furðulegu” upphlaupum. Orðalagið lætur að því liggja að úr tómarúmi voru einhver upphlaup gerð sem engin skýring fáist á, hvað þá að þau hafi verið skipulögð með einhvern tiltekinn tilgang í huga. Það stórhlægilega við þessi ummæli er að þau eru skrifuð af manni sem var í fremstu víglínu þeirra „upphlaupa” sem getið er til! Samkvæmt þessu orðalagi finnst greinilega Jóni Steinari vinnubrögð sín „furðuleg” sem engin rökleg skýring fáist á. Þá greinilega áttar hann sig ekki á tilgangi þeirra hagsmuna sem hann sjálfur þjónaði og raunar voru þeir hagsmunir ekki einu sinni til. Jón Steinar orðar þetta svona gegn betri vitund í þeim tilgangi að afvegaleiða lesandann. Finnst fólki trúverðugt að Jón sé að gæta hagsmuna skjólstæðings síns með þessari afvegaleiðingu í greinargerð hans? Eftir þessa vísvitandi villandi forsendu sem Jón Steinar notar til afvegaleiðingar, stenst Jón ekki freistinguna og heldur áfram. Jón rekur aðdraganda þrýstingsins sem leiddi til að þýskur „lögreglumaður” kom hingað til lands. Það er svolítil smættun á réttarfarslegri tign Karl Schütz að geta hans sem lögreglumanns í Þýskalandi. Hann var einn háttsettasti yfirmaður vestur-þýsku alríkislögreglunar, nýkominn á eftirlaun. Alls starfaði alríkislögreglan (þ. Bundeskriminalamt) í Vestur-Þýskalandi i sjö deildum á þessum árum. Karl Schütz hafði aðsetur í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýskalands og var yfirmaður þriggja deilda hennar. Hann hafði yfirumsjón með m.a. þjóðaröryggissmálum og rannsóknardeild sakamála. Meðal þeirra eitt þúsund starfsmanna í þessum deildum voru um 600 rannsóknarlögreglumenn sem Karl Schütz hafði yfirumsjón með. Hvað var það nákvæmlega við Guðmundar- og Geirfinnsmál sem þessi háttsetti Þjóðverji sá sem verðugt verkefni, fyrir mann af sínum kalíber til að sinna, nýkominn á bátinn sinn á eftirlaun? Ástæðan fyrir komu Schütz hingað til lands, var ekki rótgróin og einlæg þrá hans að leita sannleikans. Nei, það mun hafa verið hæfni hans og reynsla í beinum aðgerðum í þágu „þjóðaröryggismála.” Spennan við slíkt „þjóðaröryggismál” hefur verið það sem freistaði hans. Saga þessi verður rakin síðar. Í næstu setningum í greinargerð sinni til Hæstaréttar tínir Jón Steinar saman atriði sem hafa þann eina tilgang að skella skuldinni á Ólaf Jóhannesson. Að það hafi verið dómsmálaráðherrann sem var ástæðan fyrir komu þýska „lögreglumannsins” og átti sökina á öllum þessum þrýstingi sem rannsakendur og dómarar urðu fyrir. Hið rétta er að Karl Schütz hefði aldrei getað starfað hér á landi eins og hann gerði nema með fullu samþykki sakadóms. Sakadómur fór með rannsókn málsins, lagalega og efnislega með rannsakendur og dómara undir sínu embætti og sinni stjórn; ráðherrann gæti ekki hafa skipt sér af því þó hann hefði viljað. Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari og Ólafur Jóhannesson ráðherra sömdu um Karl Schütz eftir að valdaránstilraunin mistókst að hluta til - Ólafur sagði ekki af sér en í staðinn hótaði hann aldrei framar, hvorki Bandaríkjaforseta sjálfum (eins og Ólafur gerði raunar við Nixon sumarið 1973 á Kjarvalsstöðum) né öðrum svo vitað sé til, að koma herstöðinni burt. Ólafur náði að verjast og þrýsta á samkomulag sem Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari samþykkti. Frá fundi þeirra félaga í mars árið 1976, er greint frá í Dagblaðinu þann 13. júlí sama ár. Hvernig Ólafur fór eiginlega að því að þrýsta þetta samkomulag í gegn verður útskýrt síðar. En orsökin voru hagsmunir „vestrænnar samvinnu” í varnarmálum og viðskiptum - á pólitíska sviðinu var birtingarmyndin „Vísismafían.” Þá var ástæðan þrátefli sem Ólafur – sem öll spjót beindust gegn - náði með naumindum í nauðvörn að skapa sér. Jón Steinar þorir ekki að nefna Ólaf á nafn í greinargerð sinni og telst það helst Jóni til tekna þar sem slíkt gefur þó allavega vísbendingu um að Jón hafi það ekki í sér að hvítþvo sig með nafni Ólafs Jóhannessonar - öðruvísi en með að geta hans einungis sem „dómsmálaráðherra.”Þöggun betluð Það sem kórónar svo hagsmunagæslu Jóns fyrir þöggun og afvegaleiðingu málsins eru lokaorðin í greinargerð hans fyrir Kristján Viðar til Hæstaréttar. Þar biður hann Hæstarétt sjálfan um að halda sérstakan fund með verjendum til að leggja á ráðin fyrir munnlegan málflutning endurupptökunnar nú í haust. Og hverju er Jón Steinar svona gríðarlega umhugað um, í það minnsta að nafninu til, fyrir hagsmuni skjólstæðings síns, að hann þurfi að leggja á ráðin með sjálfum erkifjanda sínum, Hæstarétti? Nú, hann tekur fram að meðal annars þurfi að gæta að því að ekki séu óþarfa „tvítekningar í málflutningi” í vörnum sakborninga um „sambærileg efnisatriði.” Það er ekkert annað. Jón leggur til að sérstakur fundur Hæstaréttar og verjanda mætti skipuleggja slíka þöggun! Það fer hins vegar ekkert á milli mála að skjólstæðingur hans græðir sem mest á öllum tvítekningum á „sambærilegum efnisatriðum,” að málið sé ekki þaggað niður heldur það gaumgæfilega rakið frá öllum hliðum. Jafnvel þó það allt saman væri svo þrítekið, myndi skjólstæðingur hans aðeins hagnast á því. Finnst fólki trúverðugt að Jón sé að gæta hagsmuna skjólstæðings síns með því að reyna að forðast „tvítekningar” í málflutningi um „sambærileg efnisatriði?” Hvaðan kemur þetta? Hvernig í ósköpunum á það að þjóna hagsmunum skjólstæðings hans? Satt best að segja virðist þetta eiga fullt erindi á borð stjórnar Lögmannafélags Íslands. Getur það hugsast að Jón Steinar sé einfaldlega að freistast til þess, í nafni þess að gæta hagsmuna fyrir fórnarlamb í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, að gæta hagsmuna þeirrar samkundu sem hann sjálfur tengist? Já, það liggur enginn vafi á því, því miður. Jón Steinar er ekki einungis í hlutverki sendiboða, hann tekur meðvitaðan þátt í afvegaleiðingunni. Þetta gerir hann berskjaldaður fyrir afhjúpun frá hverjum sem er og hvenær sem er. Hver mætir sjálfviljugur í Hæstarétt Íslands, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hvorki meira né minna, með bundið fyrir augun, með snöruna um hálsinn og með bros á vör? Sagan af hamingjusama hirðfíflinu verður ekki lengri að þessu sinni.Höfundur er sundlaugarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson er gífurlega óheppilegur til að gæta hagsmuna fórnarlamba í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Ástæða þess er sú að að Jón Steinar stendur fyrst og síðast með þöggun þessara mála og afvegaleiðingu. Það er mat okkar sem þekkjum söguna að hann sé gjörsamlega vanhæfur. Málaliðinn hefur þann vana að skella öllum skuldum á Hæstarétt. Á góðum stundum í leiksýningum miklum, t.a.m. í Kastljósþætti gegn Skúla Magnússyni, finnst Jóni þessum flott að dylgja um innvígða og innmúraða hjá Hæstarétti. Sannleikurinn er hins vegar sá að Jón Steinar sjálfur er ekkert annað en innvígður sendill þeirra afla sem orsökuðu framgang Guðmundar- og Geirfinnsmála. Því hlýtur að teljast sorglegt að Jón Steinar hafi verið skipaður verjandi eins sakbornings í endurupptöku þessara mála fyrir Hæstarétti.Ólafur og Vísismafían Á árum áður tóku dyggir herstöðvar stuðningsmenn í kjarna Viðreisnarflokkana, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, höndum saman. Þeir réðust til atlögu gegn Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, sem hafði sýnt og sannað að hann væri eina mögulega ógn herstöðvarinnar bandarísku og þar með ógn við margskonar viðskiptasambönd sömuleiðis. Ólafur sætti linnulausum pólitískum skotgrafnarhernaði í gegnum tíð vinstristjórnarinnar og áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ólafur átti eftir að hafa orð á því á Alþingi sem var raunar sjónvarpað þann 2. febrúar árið 1976, að hafa geymt en ekki gleymt hnífstungum Sjálfstæðisflokksins. Þann dag var Ólafur tengdur við Geirfinnsmálið á Alþingi af Sighvati Björgvinssyni, þingmanni Alþýðuflokksins. Slíkt var allt í takt við þær dylgjur sem höfðu komið fram í Vísi sem stigmagnaðist eftir að svokallaðir „Klúbbmenn” voru geymdir í gæsluvarðhaldi, á hárréttum tímapunkti í byrjun árs 1976. Mesti fræðimaður síns tíma í lögum, eftir langan og farsælan feril sem kennari, gerðist stjórnmálamaður. Stjórnmálamanninum Ólafi Jóhannessyni var svo eignuð ævintýranleg hlutdeild í glæpamálum miklum. Hvort sem það átti að vera eiming spíra úr sjó, ólögleg opnun skemmtistaðar eða að hafa hindrað rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar, átti Ólafur að blandast þessu öllu með hinum óhugnalegasta hætti. Ekkert af því stenst skoðun. Ólafur nefndi Vísismafíuna á nafn í „beinni línu” þann 1. febrúar árið 1976. Þorsteinn Pálsson og aðrir stuðningsmenn bandarískra hagsmuna í stjórn Reykjaprents hf., útgáfufélags Vísis, kærðu dómsmálaráðherra þessa lands. Og fyrir hvað var dómsmálaráðherrann kærður? Fyrir að nota hugtakið „Vísismafía.” Með því að dirfast að verja sig gegn algjörri vitfirru sem kom úr innsta kjarna Viðreisnarklíkunnar. Ritstjórar Vísismafíunar, Þorsteinn Pálsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Árni Gunnarsson fyrir Alþýðuflokkinn, áttu ávallt eftir að halda í heiðri hagsmuni vestræns hernaðarbandalags. Þeir hófu störf fljótlega eftir að ný stjórn Reykjaprents hf. tók við eftir „sögulegan” aðalfund í júlímánuði árið 1975. Gunnar Thoroddsen var í minnihluta í stjórninni enda reyndist Gunnar vera sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem þorði að verja Ólaf rúmu hálfu ári síðar þegar árásin náði hápunkti sínum í þrýstingi fyrir afsögn Ólafs og botninum í lágkúru. Það fer ekkert á milli mála að mennirnir í meirihluta í nýskipaðri stjórn Reykjaprents hf. það sumar höfðu fitnað - og það jafnvel meira en góðu hófi gegnir - af viðskipasamböndum við Bandaríkin. Stjórnarformaður var Ingimundur Sigfússon í Heklu og með honum m.a. Þórir Jónsson framkvæmdastjóri fyrir Ford-umboðið. Sonur Ingimundar Sigfússonar, Valur Ingimundarson prófessor í sagnfræði, skrifaði gagnlega bók um samskipti Íslands, Bandaríkjanna og NATÓ frá árunum 1960-1974 sem nefnist „Uppgjör við umheiminn.” Þjóðviljinn greinir frá sviptingunum í stjórn Reykjaprents hf. sumarið 1975 þannig, að það hafi verið klíka Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra sem hafi tekið yfir stjórn útgáfufélagsins og Gunnar Thoroddsen hafi verið ofurliði borinn. Gárungar töluðu um Björn Bjarnason sem „Aðal-Geir” sem vísar til þess að Björn átti að hafa mikil áhrif í ákvarðanatöku Geirs Hallgrímssonar. Björn Bjarnason hefur neitað að hafa gegnt starfi sem pólitískur aðstoðarmaður Geirs. Þá hefur Björn vísað til þess að slíkt starf hafi aldrei verið til, Geir hafi aldrei haft pólitískan aðstoðarmann. Þegar Morgunblaðið spurði tíðinda úr opinberri heimsókn Geirs Hallgrímssonar til Vestur-Íslendinga í Kanada sem birt var 24. janúar 1975 var Björn spurður um ferðina. Björn var formlega deildarstjóri forsætisráðuneytis á þessum tíma. Þar talar Björn um þá Geir sem liðsheild, sbr. „þegar við komum...” Hefði Björn einungis verið í hlutverki starfsmanns ráðuneytisins hefði verið heppilegra að orða það svo: „þegar ráðherrann kom.” Morgunblaðið greinir frá hlutverkinu þannig: „en Björn er ráðherra þar til aðstoðar.” Í september 1975, fljótlega eftir fyrrnefndu sviptingarnar í stjórn Reykjaprents hf. það sumar, er Björn gerður að skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins. Í dag sitja þeir Björn Bjarnason og Árni Gunnarsson saman í stjórn Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu. Þorsteinn Pálsson hefur nefnt Evrópusambandið sem eðlilega þróun á NATÓ-aðild Íslendinga. Til að gera grein fyrir eðli vinnubragða þessa félagsskapar, því landsliði stuðningsmanna vestræns hernaðarbandalags sem hér um ræðir, kallaði Ólafur þessa samkundu „Vísis-mafíu.” Réttnefni er það og réttnefni skal það heita. Það var svo enginn annar en sjálfur Jón Steinar Gunnlaugsson sem birti Ólafi kæru þessarar Vísismafíu í lok febrúar árið 1976. Það er einmitt svo að Jón Steinar var lögmaður þessarar hagsmunagæslu varnar- og viðskipasambanda við Bandaríkin, sem beinlínis misnotaði Guðmundar- og Geirfinnsmálin í þeim tilgangi að koma höggi á Ólaf Jóhannesson, hvorki meira né minna. Hefur Jón Steinar einhvern tíma séð ástæðu til að gera þennan tíma upp? Eða er hann kannski bara búinn að gleyma því að hafa birt með undirskrift sinni, dómsmálaráðherra þessa lands kæru? Sjálfsagt ber hann ekki minni þess heldur að dómsmálaráðherra þessi var einnig kennari þegar hann nam lög, eða hvað? Ólafur kenndi í það minnsta Þorsteini Pálssyni og eflaust hefur Jón Steinar verið þakklátur hefði hann fengið að sitja einhverja tíma hjá Ólafi. Þar hefði hann ýmislegt getað lært, ef ekki sómasamlega siði þá í hið minnsta stílbragð sem hægt er að bera lágmarks virðingu fyrir. Í staðinn seldu þeir Jón Steinar og félagar hollustu sína og var Ólafur Jóhannesson sjöundi sakborningurinn – eða öllu heldur sá fyrsti - sem fékk dóm í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Orð Ólafs um Vísismafíu voru dæmd ómerk og hann svívirtur. Jón Steinar var þar í hlutverki sendiboða og böðuls. Af einhverjum ástæðum virðist Jón Steinar hafa takmarkaðan áhuga á að halda sögu þessari á lofti, í raun þvert á móti.Sáttur við hvítþvott Um aldamótin síðustu gætti Jón Steinar hagsmuna Magnúsar Leópoldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra skemmtistaðarins Klúbbsins. Það var vegna rannsóknar setts ríkissaksóknara Láru V. Júlíusdóttur um hvort menn tengdir skemmtistaðnum voru að ósekju tengdir við þessi umtöluðu sakamál. Hér er einfaldlega gert ráð fyrir því að Jón Steinar hafi alveg örugglega gert Magnúsi grein fyrir þessari forsögu sinni í góðri trú. Gott og vel, gerum ráð fyrir því. Fjöldamörg atriði í rannsókn Láru sýndu það svart á hvítu að Klúbburinn og Magnús Leópoldsson, voru einmitt tengdir að ósekju inn í málið. Þrátt fyrir að rannsóknin sjálf tíni saman fjöldamörg dæmi af þessum toga er einfaldlega fullyrt í niðurstöðu kafla rannsóknarinnar, að ekkert benti til að Klúbbmennirnir væru blandaðir í rannsóknina af svokölluðum rannsóknaraðilum. Hvað fannst Jóni Steinari um þennan hvítþvott andsætt hagsmunum skjólstæðings síns, Magnúsar Leópoldssonar? Jón var sá allra rólegasti yfir niðurstöðunni, af fjölmiðum þess tíma að dæma. Niðurstöðu sem var í bullandi mótsögn við rannsóknina sjálfa. Það er ekki annað að sjá en að Jón hafi samþykkt gjörninginn athugasemdalaust. Eflaust hefur hann verið svo hógvær og tillitssöm manngerð á þessum árum að hann þorði bara ekki að segja neitt til að annast almennilega hagsmunagæslu fyrir skjólstæðing sinn.Afvegaleiðing sögunnar Í greinargerð sinni nú, fyrir skjólstæðing sinn Kristján Viðar til Hæstaréttar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, nefnir Jón að málið fékk á sínum tíma mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Og að „furðuleg pólitísk upphlaup urðu” sem áttu eftir að halda þjóðinni upptekinni við málið í langan tíma. Stöldrum aðeins við þetta orðalag. Í fyrsta lagi nefnir Jón að þessi upphlaup „urðu” eins og úr tómarúmi einhvers konar sem enginn var valdur að. Þá hafi þau verið „furðuleg.” Með þessu orðalagi er vísvitandi verið að afvegaleiða athyglina frá þeim aðilum sem ollu þessum skipulögðu, andstætt þessum „furðulegu” upphlaupum. Orðalagið lætur að því liggja að úr tómarúmi voru einhver upphlaup gerð sem engin skýring fáist á, hvað þá að þau hafi verið skipulögð með einhvern tiltekinn tilgang í huga. Það stórhlægilega við þessi ummæli er að þau eru skrifuð af manni sem var í fremstu víglínu þeirra „upphlaupa” sem getið er til! Samkvæmt þessu orðalagi finnst greinilega Jóni Steinari vinnubrögð sín „furðuleg” sem engin rökleg skýring fáist á. Þá greinilega áttar hann sig ekki á tilgangi þeirra hagsmuna sem hann sjálfur þjónaði og raunar voru þeir hagsmunir ekki einu sinni til. Jón Steinar orðar þetta svona gegn betri vitund í þeim tilgangi að afvegaleiða lesandann. Finnst fólki trúverðugt að Jón sé að gæta hagsmuna skjólstæðings síns með þessari afvegaleiðingu í greinargerð hans? Eftir þessa vísvitandi villandi forsendu sem Jón Steinar notar til afvegaleiðingar, stenst Jón ekki freistinguna og heldur áfram. Jón rekur aðdraganda þrýstingsins sem leiddi til að þýskur „lögreglumaður” kom hingað til lands. Það er svolítil smættun á réttarfarslegri tign Karl Schütz að geta hans sem lögreglumanns í Þýskalandi. Hann var einn háttsettasti yfirmaður vestur-þýsku alríkislögreglunar, nýkominn á eftirlaun. Alls starfaði alríkislögreglan (þ. Bundeskriminalamt) í Vestur-Þýskalandi i sjö deildum á þessum árum. Karl Schütz hafði aðsetur í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýskalands og var yfirmaður þriggja deilda hennar. Hann hafði yfirumsjón með m.a. þjóðaröryggissmálum og rannsóknardeild sakamála. Meðal þeirra eitt þúsund starfsmanna í þessum deildum voru um 600 rannsóknarlögreglumenn sem Karl Schütz hafði yfirumsjón með. Hvað var það nákvæmlega við Guðmundar- og Geirfinnsmál sem þessi háttsetti Þjóðverji sá sem verðugt verkefni, fyrir mann af sínum kalíber til að sinna, nýkominn á bátinn sinn á eftirlaun? Ástæðan fyrir komu Schütz hingað til lands, var ekki rótgróin og einlæg þrá hans að leita sannleikans. Nei, það mun hafa verið hæfni hans og reynsla í beinum aðgerðum í þágu „þjóðaröryggismála.” Spennan við slíkt „þjóðaröryggismál” hefur verið það sem freistaði hans. Saga þessi verður rakin síðar. Í næstu setningum í greinargerð sinni til Hæstaréttar tínir Jón Steinar saman atriði sem hafa þann eina tilgang að skella skuldinni á Ólaf Jóhannesson. Að það hafi verið dómsmálaráðherrann sem var ástæðan fyrir komu þýska „lögreglumannsins” og átti sökina á öllum þessum þrýstingi sem rannsakendur og dómarar urðu fyrir. Hið rétta er að Karl Schütz hefði aldrei getað starfað hér á landi eins og hann gerði nema með fullu samþykki sakadóms. Sakadómur fór með rannsókn málsins, lagalega og efnislega með rannsakendur og dómara undir sínu embætti og sinni stjórn; ráðherrann gæti ekki hafa skipt sér af því þó hann hefði viljað. Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari og Ólafur Jóhannesson ráðherra sömdu um Karl Schütz eftir að valdaránstilraunin mistókst að hluta til - Ólafur sagði ekki af sér en í staðinn hótaði hann aldrei framar, hvorki Bandaríkjaforseta sjálfum (eins og Ólafur gerði raunar við Nixon sumarið 1973 á Kjarvalsstöðum) né öðrum svo vitað sé til, að koma herstöðinni burt. Ólafur náði að verjast og þrýsta á samkomulag sem Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari samþykkti. Frá fundi þeirra félaga í mars árið 1976, er greint frá í Dagblaðinu þann 13. júlí sama ár. Hvernig Ólafur fór eiginlega að því að þrýsta þetta samkomulag í gegn verður útskýrt síðar. En orsökin voru hagsmunir „vestrænnar samvinnu” í varnarmálum og viðskiptum - á pólitíska sviðinu var birtingarmyndin „Vísismafían.” Þá var ástæðan þrátefli sem Ólafur – sem öll spjót beindust gegn - náði með naumindum í nauðvörn að skapa sér. Jón Steinar þorir ekki að nefna Ólaf á nafn í greinargerð sinni og telst það helst Jóni til tekna þar sem slíkt gefur þó allavega vísbendingu um að Jón hafi það ekki í sér að hvítþvo sig með nafni Ólafs Jóhannessonar - öðruvísi en með að geta hans einungis sem „dómsmálaráðherra.”Þöggun betluð Það sem kórónar svo hagsmunagæslu Jóns fyrir þöggun og afvegaleiðingu málsins eru lokaorðin í greinargerð hans fyrir Kristján Viðar til Hæstaréttar. Þar biður hann Hæstarétt sjálfan um að halda sérstakan fund með verjendum til að leggja á ráðin fyrir munnlegan málflutning endurupptökunnar nú í haust. Og hverju er Jón Steinar svona gríðarlega umhugað um, í það minnsta að nafninu til, fyrir hagsmuni skjólstæðings síns, að hann þurfi að leggja á ráðin með sjálfum erkifjanda sínum, Hæstarétti? Nú, hann tekur fram að meðal annars þurfi að gæta að því að ekki séu óþarfa „tvítekningar í málflutningi” í vörnum sakborninga um „sambærileg efnisatriði.” Það er ekkert annað. Jón leggur til að sérstakur fundur Hæstaréttar og verjanda mætti skipuleggja slíka þöggun! Það fer hins vegar ekkert á milli mála að skjólstæðingur hans græðir sem mest á öllum tvítekningum á „sambærilegum efnisatriðum,” að málið sé ekki þaggað niður heldur það gaumgæfilega rakið frá öllum hliðum. Jafnvel þó það allt saman væri svo þrítekið, myndi skjólstæðingur hans aðeins hagnast á því. Finnst fólki trúverðugt að Jón sé að gæta hagsmuna skjólstæðings síns með því að reyna að forðast „tvítekningar” í málflutningi um „sambærileg efnisatriði?” Hvaðan kemur þetta? Hvernig í ósköpunum á það að þjóna hagsmunum skjólstæðings hans? Satt best að segja virðist þetta eiga fullt erindi á borð stjórnar Lögmannafélags Íslands. Getur það hugsast að Jón Steinar sé einfaldlega að freistast til þess, í nafni þess að gæta hagsmuna fyrir fórnarlamb í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, að gæta hagsmuna þeirrar samkundu sem hann sjálfur tengist? Já, það liggur enginn vafi á því, því miður. Jón Steinar er ekki einungis í hlutverki sendiboða, hann tekur meðvitaðan þátt í afvegaleiðingunni. Þetta gerir hann berskjaldaður fyrir afhjúpun frá hverjum sem er og hvenær sem er. Hver mætir sjálfviljugur í Hæstarétt Íslands, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hvorki meira né minna, með bundið fyrir augun, með snöruna um hálsinn og með bros á vör? Sagan af hamingjusama hirðfíflinu verður ekki lengri að þessu sinni.Höfundur er sundlaugarvörður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar