Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2018 16:34 Michael Cohen hefur reynt að redda ýmsu fyrir forsetann. Vísir/Getty Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. Upptakan sem um ræðir var tekin upp tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016.Sjá einnig: Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um TrumpAlríkislögreglan í Bandaríkjunum lagði hald á upptökuna í ár þegar þeir gerðu leit á skrifstofu Cohen. Þá rannsakar dómsmálaráðuneytið aðkomu hans í málum þar sem mútugreiðslur voru notaðar til þess að þagga niður í konum sem bjuggu yfir vandræðalegum sögum af Trump í aðdraganda forsetakosninganna og hvort þær brjóti gegn lögum. Upptakan var gerð án vitundar Trump og vilja sumir meina að honum stafi ógn af Cohen. Aðferðafræði hans og tilraunir til að halda einkalífi Trump leyndu hafa löngum þótt vafasamar og virðist Cohen vera tilbúinn til þess að starfa meira með saksóknurum enn áður, sem gæti komið forsetanum í vandræði. Rudolph Giuliani, persónulegur lögfræðingur Trump, staðfesti að upptakan væri til og að hann ræddi greiðslur til fyrirsætunnar. Hann sagði upptökuna vera um tveggja mínútna langa og að forsetinn hafði ekki gert né sagt neitt saknæmt. Þá sagði hann Trump hafa ráðlagt Cohen að skrifa frekar ávísun en borga með reiðufé, svo hægt væri að skrásetja greiðsluna betur. Lögfræðingur Cohen vildi ekki tjá sig um málið, en hann og samstarfsmenn hans tilkynntu upptökuna til starfsmanna Trump þegar þeir fóru yfir hvað var lagt hald á við húsleit á skrifstofu Cohen. Fyrirsætan sjálf, Karen McDougal, segist hafa átt í árslöngu ástarsambandi við forsetann árið 2006, stuttu eftir að sonur hans og Melaniu Trump fæddist. Sjá einnig:Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um TrumpMcDougal seldi sögu sína til The National Enquirer fyrir rúmlega 15 milljónir króna, sem birti aldrei söguna. Stjórnarmaður fyrirtækisins sem á The National Enquirer er góðvinur Trump og sakar McDougal Cohen um að hafa tekið þátt í kaupunum á sögunni til þess að hún yrði aldrei birt. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. Upptakan sem um ræðir var tekin upp tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016.Sjá einnig: Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um TrumpAlríkislögreglan í Bandaríkjunum lagði hald á upptökuna í ár þegar þeir gerðu leit á skrifstofu Cohen. Þá rannsakar dómsmálaráðuneytið aðkomu hans í málum þar sem mútugreiðslur voru notaðar til þess að þagga niður í konum sem bjuggu yfir vandræðalegum sögum af Trump í aðdraganda forsetakosninganna og hvort þær brjóti gegn lögum. Upptakan var gerð án vitundar Trump og vilja sumir meina að honum stafi ógn af Cohen. Aðferðafræði hans og tilraunir til að halda einkalífi Trump leyndu hafa löngum þótt vafasamar og virðist Cohen vera tilbúinn til þess að starfa meira með saksóknurum enn áður, sem gæti komið forsetanum í vandræði. Rudolph Giuliani, persónulegur lögfræðingur Trump, staðfesti að upptakan væri til og að hann ræddi greiðslur til fyrirsætunnar. Hann sagði upptökuna vera um tveggja mínútna langa og að forsetinn hafði ekki gert né sagt neitt saknæmt. Þá sagði hann Trump hafa ráðlagt Cohen að skrifa frekar ávísun en borga með reiðufé, svo hægt væri að skrásetja greiðsluna betur. Lögfræðingur Cohen vildi ekki tjá sig um málið, en hann og samstarfsmenn hans tilkynntu upptökuna til starfsmanna Trump þegar þeir fóru yfir hvað var lagt hald á við húsleit á skrifstofu Cohen. Fyrirsætan sjálf, Karen McDougal, segist hafa átt í árslöngu ástarsambandi við forsetann árið 2006, stuttu eftir að sonur hans og Melaniu Trump fæddist. Sjá einnig:Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um TrumpMcDougal seldi sögu sína til The National Enquirer fyrir rúmlega 15 milljónir króna, sem birti aldrei söguna. Stjórnarmaður fyrirtækisins sem á The National Enquirer er góðvinur Trump og sakar McDougal Cohen um að hafa tekið þátt í kaupunum á sögunni til þess að hún yrði aldrei birt.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33