Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira