Hæsta hættustigi lýst yfir á heimsvísu vegna kórónuveirunnar Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 22:27 Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33
Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30