Ævintýri ferðabarnfóstrunnar Alexöndru „enn þá betra en draumur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 17:00 Alexandra heimsótti 38 lönd á ferðalagi sínu með Tillotson-fjölskyldunni. Mynd/Samsett Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“ Ferðalög Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“
Ferðalög Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira