Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Gissur Sigurðsson skrifar 20. júlí 2018 16:27 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Vísir/Anton Brink Óheimilt verður að flytja kjötið af Blendingshvalnum, sem nýverið veiddist hér við land, til Japans, en þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. Hvalurinn var blendingur af steypireiði og langreiði, en steypireiðin er alfriðuð. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir það telst ekki lögbrot að hafa veitt hvalinn því verndun á ýmsum hvalastofnum nær ekki til blendinga, þótt ýmis dýraverndarsamtök hafa haldið því fram að svo sé. Hvalurinn var skorinn og unninn niður í einingar líkt og tíðkast með aðra hvali. Matvælastofnun sér um sýnatöku úr öllum veiddum hvölum og sendir niðurstöður um sýnin til Japans, en Japanir krefjast hins vegar ekki vottunar. Að öðru leyti skiptir stofnunin sér ekki af útflutningnum. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefur út kvóta og veiðiheimildir og skiptir sér ekki nánar af útflutningnum. Hins vegar fara allar útflutningstölur á borð Fiskistofu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að útflutningurinn væri ekki heimill til Japans, því Japan og Ísland eru aðilar að Cites samkomulaginu, sem snýst um bann við viðskiptum með afurðir af dýrum í útrýmingarhættu, en steypireiðurinn er í þeim flokki. Hugsasanlegt væri þó að flytja kjötið til einhvers lands sem ekki er aðili að Cites en neysla á hvalkjöti er afar fátíð annarsstaðar í heiminum.Ekki náðist í Kristján Loftsson forstjóra Hvals í morgun til að grennslast fyrir um hvað verður af kjötinu. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Óheimilt verður að flytja kjötið af Blendingshvalnum, sem nýverið veiddist hér við land, til Japans, en þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. Hvalurinn var blendingur af steypireiði og langreiði, en steypireiðin er alfriðuð. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir það telst ekki lögbrot að hafa veitt hvalinn því verndun á ýmsum hvalastofnum nær ekki til blendinga, þótt ýmis dýraverndarsamtök hafa haldið því fram að svo sé. Hvalurinn var skorinn og unninn niður í einingar líkt og tíðkast með aðra hvali. Matvælastofnun sér um sýnatöku úr öllum veiddum hvölum og sendir niðurstöður um sýnin til Japans, en Japanir krefjast hins vegar ekki vottunar. Að öðru leyti skiptir stofnunin sér ekki af útflutningnum. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefur út kvóta og veiðiheimildir og skiptir sér ekki nánar af útflutningnum. Hins vegar fara allar útflutningstölur á borð Fiskistofu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að útflutningurinn væri ekki heimill til Japans, því Japan og Ísland eru aðilar að Cites samkomulaginu, sem snýst um bann við viðskiptum með afurðir af dýrum í útrýmingarhættu, en steypireiðurinn er í þeim flokki. Hugsasanlegt væri þó að flytja kjötið til einhvers lands sem ekki er aðili að Cites en neysla á hvalkjöti er afar fátíð annarsstaðar í heiminum.Ekki náðist í Kristján Loftsson forstjóra Hvals í morgun til að grennslast fyrir um hvað verður af kjötinu.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent