Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2020 16:15 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (t.v.) og Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar (t.h). LANDSSAMBAND SMÁBÁTAEIGENDA/AÐSEND „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Þar með lyki veiðum þessa fiskveiðiárs. Ástæðan sé sú að fyrirséð er að fljótlega nálgist veiðarnar ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar um heildarafla á þessu fiskveiðiári, sem eru 4.646 tonn. Hann segir að í upphafi veiðanna hafi sambandið ritað sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þess var óskað að vertíðin yrði ekki lengri en 39 eða 40 dagar fyrir hverja útgerð. „Ráðuneytið ákvað hins vegar 44 daga. Við töldum það vera of mikið vegna þess að það væri þá erfitt að stemma stigu við að veiðarnar myndu fara umfram það sem Hafró hafði gefið út.“ Veiðarnar byrjuðu frekar seint vegna ótíðar í lok mars og byrjun apríl. „Þegar veður skánaði kom í ljós að veiðarnar voru engu líkar. Menn sem hafa stundað þetta í tugi ára muna ekki eftir annarri eins veiði. Grásleppulöndun í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Hann segir að strax í byrjun hafi verið ljóst að leyfilegur heildarafli myndi nást mjög fljótt. Örn segir að þá hefði þurft að grípa strax inn í til að sjómenn fengju hæfilegan aðlögunartíma til að stöðva veiðar og til að tryggja að öll landsvæði og allir sem sótt hefðu um leyfi fengju jafn marga daga til veiða. Tveir dagar of stuttur tími til að taka upp netin Gripið var inn í málin núna á fimmtudaginn þegar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð um stöðvun grásleppuveiða. „Við sjáum það svo bara á vef Fiskistofu rétt fyrir fjögur á fimmtudeginum að öll grásleppuleyfi falli úr gildi núna á miðnætti í dag.“ Hann segir þetta eiga við um 140 báta sem verði að vera hættir veiðum fyrir þann tíma. Sumir séu nýbyrjaðir að veiða, séu kannski búnir að vera nokkra daga á sjó, á meðan aðrir séu að klára sína 44 daga sem heimilaðir voru til veiða. Þetta komi því mjög mismunandi við aðila. „Enn fremur eru tveir dagar í svona mikilli veiði of skammur tími til þess að allir geti verið búnir að taka upp netin án þess að lögbrot verði framin. Um leið og grásleppuleyfið fellur úr gildi er óheimilt að stunda veiðarnar. Menn standa ráðþrota við því að ná ekki öllum netum í land fyrir miðnætti, hvað eigi þá að gera til að klára veiðarnar.“ Hann segist hafa átt von á því að kvótinn til veiða yrði aukinn þar sem veiðin í mars hafi verið betri en á síðasta ári. Það hafi hins vegar ekki verið gert heldur hafi kvótinn verið minnkaður um um það bil 200 tonn. Breyting á útreikningum varð til minni kvóta „Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að vegna breyttra aðferða við útreikninga á heildaraflanum hafi það haft í för með sér að kvótinn yrði minnkaður. Við gagnrýnum það líka harðlega að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki leitað til okkar og skýrt út fyrir okkur sérstaklega og beðið okkur um álit á þessum breyttu útreikningum á leyfilegum heildarafla,“ segir Örn. Hann segist heldur ekki vita til þess að Hafró hafi leitað til sjávarútvegsráðuneytisins við þessar breytingar. Þá segir hann að Hafrannsóknarstofnun hefði átt, þegar í ljós kom hversu mikil veiðin var, að skoða betur aðstæður og meta hvort ástæða væri til að breyta ráðleggingum um hámarksafla. „Við auðvitað leggjum áherslu á það að ekki sé veitt umfram ráðgjöf en þá þarf ráðgjöfin líka að byggja á mjög sterkum grunni. Við teljum að þarna hafi vantað allt samráð.“ Markaður minnkar vegna kórónuveirunnar Undanfarin ár hefur miðunum verið skipt niður í svæði sem eru að miklu leyti bundin við byggðarlög. Örn segir byggðirnar í kjölfarið hafa styrkst. „Við höfum áhyggjur af því að inngrip ráðherrans núna í reglugerðina, að afnema þessa svæðisbundnu skyldu, að hún sé ekki æskileg.“ Þá segir Örn markaðinn fyrir grásleppu og grásleppuhrogn minni en undanfarin ár, meðal annars vegna flutningstakmarkana. Stór hluti af fisknum hafi verið seldur frosinn til Kína en á nýju ári hafi neysla þar á grásleppu varla verið nein og því séu til byrgðir af fisknum í Kína. Engar pantanir hafi borist frá Kína á þessu ári. Þá hafi neysla á kavíar í Evrópu minnkað töluvert á milli ára og því seljist hrognin heldur ekki jafn vel. Þá segir Örn að stærsti kaupandi grásleppu hafi tilkynnt það að eftir helgi myndi hann ekki greiða jafn hátt verð og áður. Grásleppuveiðar eru ekki hafnar við Breiðafjörð en þar hefjast veiðar ekki fyrr en 20. maí vegna æðarvarps og dúntekju. Áfallið er því gríðarlegt fyrir grásleppuútgerð á Breiðafirði en heimilt verður að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að fimmtán daga á Breiðafirði sem þar stunduðu veiðar árin 2018 og 2019. Þetta er gert til að koma til móts við sjómenn á svæðinu. Gríðarlegt áfall fyrir útgerðina í Stykkishólmi Þrátt fyrir þetta segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms, að breytingar á dagafjölda sé gríðarlegt högg fyrir sjómenn og vinnslur á svæðinu, enda bæti dagarnir fimmtán ekki upp fyrir þá 44 daga sem sjómenn við Breiðafjörð gerðu ráð fyrir að geta gert út. „Þetta verður mikið högg fyrir þá sem hafa haft atvinnu af grásleppuveiðum á innanverðum Breiðafirði þar sem leng mestum afla er landað í Stykkishólmi, enda hefur Stykkishólmshöfn verið helsti löndunarstaður grásleppu á landinu um árabil.“ Stykkishólmur. Hann segir þetta högg gríðarlegt ofan á áfallið sem bæjarfélagið hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins líkt og önnur bæjarfélög. „Þessi staða sem er komin upp í tengslum við takmarkanir á grásleppuveiðum á Breiðafirði er reiðarslag fyrir atvinnulífið við Breiðafjörðinn. Í ljósi núverandi stöðu efnahags- og atvinnumála vegna kórónuveirunnar er um að ræða gríðarlegt viðbótaráfall fyrir samfélagið í heild sinni hérna á svæðinu og þá sérstaklega hér í Stykkishólmi.“ Hann segir breytingarnar mikið áfall fyrir grásleppusjómennina, vinnslurnar og þeirra starfsfólk auk þess sem þetta hafi áhrif á tekjur sveitarfélagsins í gegnum hafnarsjóð en einnig muni sveitarfélagið að sjálfsögðu finna fyrir afleiðingum þess tekjufalls sem þetta hefur á atvinnulífið meðal annars vegna þeirra starfa sem hugsanlega munu tapast á svæðinu. „Það gerðu allir ráð fyrir því að grásleppusjómenn fengju þessa 44 daga eftir 20. maí þrátt fyrir að við séum það svæði sem fer síðast af stað. Það sem gerist síðan er að það er afburðagóð veiði fyrir norðan, sem er í sjálfu sér jákvætt, og menn eru að fiska jafnvel tvöfalt meira heldur en vanalega og potturinn var að klárast,“ segir Jakob. „Þess vegna grípur ráðherra til þess að stöðva veiðarnar tímabundið þannig að eitthvað verði eftir í pottinum fyrir þá sem stunda þessar veiðar á innanverðum Breiðafirði, enda höfðu þeir ekki tök á að hefja veiðar fyrr en 20. maí. En það sem blasir augljóslega við núna er sú staðreynd að þessi mikla veiði gefur Hafrannsóknastofnunin tilefni til þess að endurskoða núverandi aflaráðgjöf sína í ljósi þeirrar stöðu sem nú blasir við, en að sjálfsögðu er endanlegt ákvörðunarvald hjá sjávarútvegsráðherra.“ Þá dragi staðan einnig vandamál í kerfinu í heild sinni fram í sviðsljósið. „Það er ekki hægt að sætta sig við þetta kerfi eins og það er upp byggt í dag. Það getur ekki staðist að það verði þannig til frambúðar að við hér á innanverðum Breiðafirði, sem förum síðastir af stað, þurfum að bíða í von og óvon eftir því hvernig veiðin gangi á öðrum svæðum. Hvort að menn geti farið hér út og sótt á miðin. Það þarf nauðsynlega að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar strax þannig að þessi staða geti ekki komið upp aftur.“ Þá bendir hann á að hátt í 150 störf muni verða fyrir áhrifum af breytingunum. Því muni þær hafa mikil áhrif á samfélagið allt og á tekjustofna heimilanna. „Þetta er gríðarlegt viðbótaráfall fyrir samfélagið að fá svona í andlitið.“ Stykkishólmur Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
„Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Þar með lyki veiðum þessa fiskveiðiárs. Ástæðan sé sú að fyrirséð er að fljótlega nálgist veiðarnar ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar um heildarafla á þessu fiskveiðiári, sem eru 4.646 tonn. Hann segir að í upphafi veiðanna hafi sambandið ritað sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þess var óskað að vertíðin yrði ekki lengri en 39 eða 40 dagar fyrir hverja útgerð. „Ráðuneytið ákvað hins vegar 44 daga. Við töldum það vera of mikið vegna þess að það væri þá erfitt að stemma stigu við að veiðarnar myndu fara umfram það sem Hafró hafði gefið út.“ Veiðarnar byrjuðu frekar seint vegna ótíðar í lok mars og byrjun apríl. „Þegar veður skánaði kom í ljós að veiðarnar voru engu líkar. Menn sem hafa stundað þetta í tugi ára muna ekki eftir annarri eins veiði. Grásleppulöndun í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Hann segir að strax í byrjun hafi verið ljóst að leyfilegur heildarafli myndi nást mjög fljótt. Örn segir að þá hefði þurft að grípa strax inn í til að sjómenn fengju hæfilegan aðlögunartíma til að stöðva veiðar og til að tryggja að öll landsvæði og allir sem sótt hefðu um leyfi fengju jafn marga daga til veiða. Tveir dagar of stuttur tími til að taka upp netin Gripið var inn í málin núna á fimmtudaginn þegar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð um stöðvun grásleppuveiða. „Við sjáum það svo bara á vef Fiskistofu rétt fyrir fjögur á fimmtudeginum að öll grásleppuleyfi falli úr gildi núna á miðnætti í dag.“ Hann segir þetta eiga við um 140 báta sem verði að vera hættir veiðum fyrir þann tíma. Sumir séu nýbyrjaðir að veiða, séu kannski búnir að vera nokkra daga á sjó, á meðan aðrir séu að klára sína 44 daga sem heimilaðir voru til veiða. Þetta komi því mjög mismunandi við aðila. „Enn fremur eru tveir dagar í svona mikilli veiði of skammur tími til þess að allir geti verið búnir að taka upp netin án þess að lögbrot verði framin. Um leið og grásleppuleyfið fellur úr gildi er óheimilt að stunda veiðarnar. Menn standa ráðþrota við því að ná ekki öllum netum í land fyrir miðnætti, hvað eigi þá að gera til að klára veiðarnar.“ Hann segist hafa átt von á því að kvótinn til veiða yrði aukinn þar sem veiðin í mars hafi verið betri en á síðasta ári. Það hafi hins vegar ekki verið gert heldur hafi kvótinn verið minnkaður um um það bil 200 tonn. Breyting á útreikningum varð til minni kvóta „Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að vegna breyttra aðferða við útreikninga á heildaraflanum hafi það haft í för með sér að kvótinn yrði minnkaður. Við gagnrýnum það líka harðlega að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki leitað til okkar og skýrt út fyrir okkur sérstaklega og beðið okkur um álit á þessum breyttu útreikningum á leyfilegum heildarafla,“ segir Örn. Hann segist heldur ekki vita til þess að Hafró hafi leitað til sjávarútvegsráðuneytisins við þessar breytingar. Þá segir hann að Hafrannsóknarstofnun hefði átt, þegar í ljós kom hversu mikil veiðin var, að skoða betur aðstæður og meta hvort ástæða væri til að breyta ráðleggingum um hámarksafla. „Við auðvitað leggjum áherslu á það að ekki sé veitt umfram ráðgjöf en þá þarf ráðgjöfin líka að byggja á mjög sterkum grunni. Við teljum að þarna hafi vantað allt samráð.“ Markaður minnkar vegna kórónuveirunnar Undanfarin ár hefur miðunum verið skipt niður í svæði sem eru að miklu leyti bundin við byggðarlög. Örn segir byggðirnar í kjölfarið hafa styrkst. „Við höfum áhyggjur af því að inngrip ráðherrans núna í reglugerðina, að afnema þessa svæðisbundnu skyldu, að hún sé ekki æskileg.“ Þá segir Örn markaðinn fyrir grásleppu og grásleppuhrogn minni en undanfarin ár, meðal annars vegna flutningstakmarkana. Stór hluti af fisknum hafi verið seldur frosinn til Kína en á nýju ári hafi neysla þar á grásleppu varla verið nein og því séu til byrgðir af fisknum í Kína. Engar pantanir hafi borist frá Kína á þessu ári. Þá hafi neysla á kavíar í Evrópu minnkað töluvert á milli ára og því seljist hrognin heldur ekki jafn vel. Þá segir Örn að stærsti kaupandi grásleppu hafi tilkynnt það að eftir helgi myndi hann ekki greiða jafn hátt verð og áður. Grásleppuveiðar eru ekki hafnar við Breiðafjörð en þar hefjast veiðar ekki fyrr en 20. maí vegna æðarvarps og dúntekju. Áfallið er því gríðarlegt fyrir grásleppuútgerð á Breiðafirði en heimilt verður að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að fimmtán daga á Breiðafirði sem þar stunduðu veiðar árin 2018 og 2019. Þetta er gert til að koma til móts við sjómenn á svæðinu. Gríðarlegt áfall fyrir útgerðina í Stykkishólmi Þrátt fyrir þetta segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms, að breytingar á dagafjölda sé gríðarlegt högg fyrir sjómenn og vinnslur á svæðinu, enda bæti dagarnir fimmtán ekki upp fyrir þá 44 daga sem sjómenn við Breiðafjörð gerðu ráð fyrir að geta gert út. „Þetta verður mikið högg fyrir þá sem hafa haft atvinnu af grásleppuveiðum á innanverðum Breiðafirði þar sem leng mestum afla er landað í Stykkishólmi, enda hefur Stykkishólmshöfn verið helsti löndunarstaður grásleppu á landinu um árabil.“ Stykkishólmur. Hann segir þetta högg gríðarlegt ofan á áfallið sem bæjarfélagið hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins líkt og önnur bæjarfélög. „Þessi staða sem er komin upp í tengslum við takmarkanir á grásleppuveiðum á Breiðafirði er reiðarslag fyrir atvinnulífið við Breiðafjörðinn. Í ljósi núverandi stöðu efnahags- og atvinnumála vegna kórónuveirunnar er um að ræða gríðarlegt viðbótaráfall fyrir samfélagið í heild sinni hérna á svæðinu og þá sérstaklega hér í Stykkishólmi.“ Hann segir breytingarnar mikið áfall fyrir grásleppusjómennina, vinnslurnar og þeirra starfsfólk auk þess sem þetta hafi áhrif á tekjur sveitarfélagsins í gegnum hafnarsjóð en einnig muni sveitarfélagið að sjálfsögðu finna fyrir afleiðingum þess tekjufalls sem þetta hefur á atvinnulífið meðal annars vegna þeirra starfa sem hugsanlega munu tapast á svæðinu. „Það gerðu allir ráð fyrir því að grásleppusjómenn fengju þessa 44 daga eftir 20. maí þrátt fyrir að við séum það svæði sem fer síðast af stað. Það sem gerist síðan er að það er afburðagóð veiði fyrir norðan, sem er í sjálfu sér jákvætt, og menn eru að fiska jafnvel tvöfalt meira heldur en vanalega og potturinn var að klárast,“ segir Jakob. „Þess vegna grípur ráðherra til þess að stöðva veiðarnar tímabundið þannig að eitthvað verði eftir í pottinum fyrir þá sem stunda þessar veiðar á innanverðum Breiðafirði, enda höfðu þeir ekki tök á að hefja veiðar fyrr en 20. maí. En það sem blasir augljóslega við núna er sú staðreynd að þessi mikla veiði gefur Hafrannsóknastofnunin tilefni til þess að endurskoða núverandi aflaráðgjöf sína í ljósi þeirrar stöðu sem nú blasir við, en að sjálfsögðu er endanlegt ákvörðunarvald hjá sjávarútvegsráðherra.“ Þá dragi staðan einnig vandamál í kerfinu í heild sinni fram í sviðsljósið. „Það er ekki hægt að sætta sig við þetta kerfi eins og það er upp byggt í dag. Það getur ekki staðist að það verði þannig til frambúðar að við hér á innanverðum Breiðafirði, sem förum síðastir af stað, þurfum að bíða í von og óvon eftir því hvernig veiðin gangi á öðrum svæðum. Hvort að menn geti farið hér út og sótt á miðin. Það þarf nauðsynlega að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar strax þannig að þessi staða geti ekki komið upp aftur.“ Þá bendir hann á að hátt í 150 störf muni verða fyrir áhrifum af breytingunum. Því muni þær hafa mikil áhrif á samfélagið allt og á tekjustofna heimilanna. „Þetta er gríðarlegt viðbótaráfall fyrir samfélagið að fá svona í andlitið.“
Stykkishólmur Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32
Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. 10. apríl 2020 09:00