Sjúkraliðanám - það er málið! Sandra B. Franks skrifar 2. maí 2020 16:30 Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun