Sjúkraliðanám - það er málið! Sandra B. Franks skrifar 2. maí 2020 16:30 Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar