Nýtt myndband af „frumbyggjanum í holunni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2018 07:46 Í myndbandinu sést maðurinn höggva tré með öxi. Skjáskot Brasilísk stjórnvöld hafa sent frá sér nýtt myndband af frumbyggja sem talið er að hafi búið einn í Amasón-regnskógunum í meira en 22 ár. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést maðurinn reyna að fella tré með öxi. Talið er að maðurinn sé á sextugsaldri og við hestaheilsu. Fram kemur í frétt Guardian að hann veiði sér grísi, fugla og apa til matar með boga og örvum ásamt því að rækta maís og papaya. Aldrei áður hefur náðst jafn góð myndbandsupptaka af manninum, að sögn talsmanns brasilísku frumbyggjastofnunarinnar. Maðurinn er þekktur sem „frumbygginn í holunni“ og talið er að hann sé síðasti meðlimur ættbálks síns. Viðurnefnið er dregið af holum sem ættbálkur hans gróf og er maðurinn talinn vera með eina slíka holu undir hengirúminu sínu. Ættbálkur mannsins var stráfelldur á 8. og 9. áratug síðustu aldar þegar bændur og skógarhöggsmenn gengu harkaklega fram gegn íbúum Amasón-regnskóganna. Frumbyggjastofnunin hefur fylgst með ferðum mannsins frá árinu 1996 og birtist fyrst myndskeið af honum tveimur árum síðar. Stofnunin hefur komið upp gríðarstóru friðlandi í regnskógunum þar sem frumbyggjar og dýralíf er látið óáreitt. Starfsmenn stofnunarinnar hafa þó reynt að auðvelda manninum lífið með því að skilja eftir axir, sveðjur og fræ á víð og dreif í friðlandinu. Talsmaður stofnunarinnar segir þó að nokkuð augljóst sé að maðurinn vilji ekkert með nútímasamfélag mannsins að gera. Það sé skiljanlegt í ljósi kynna hans af manninum sem slátruðu ættbálknum hans. Hér að neðan má sjá myndbandsbrot Guardian af skógarhöggi mannsins. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld hafa sent frá sér nýtt myndband af frumbyggja sem talið er að hafi búið einn í Amasón-regnskógunum í meira en 22 ár. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést maðurinn reyna að fella tré með öxi. Talið er að maðurinn sé á sextugsaldri og við hestaheilsu. Fram kemur í frétt Guardian að hann veiði sér grísi, fugla og apa til matar með boga og örvum ásamt því að rækta maís og papaya. Aldrei áður hefur náðst jafn góð myndbandsupptaka af manninum, að sögn talsmanns brasilísku frumbyggjastofnunarinnar. Maðurinn er þekktur sem „frumbygginn í holunni“ og talið er að hann sé síðasti meðlimur ættbálks síns. Viðurnefnið er dregið af holum sem ættbálkur hans gróf og er maðurinn talinn vera með eina slíka holu undir hengirúminu sínu. Ættbálkur mannsins var stráfelldur á 8. og 9. áratug síðustu aldar þegar bændur og skógarhöggsmenn gengu harkaklega fram gegn íbúum Amasón-regnskóganna. Frumbyggjastofnunin hefur fylgst með ferðum mannsins frá árinu 1996 og birtist fyrst myndskeið af honum tveimur árum síðar. Stofnunin hefur komið upp gríðarstóru friðlandi í regnskógunum þar sem frumbyggjar og dýralíf er látið óáreitt. Starfsmenn stofnunarinnar hafa þó reynt að auðvelda manninum lífið með því að skilja eftir axir, sveðjur og fræ á víð og dreif í friðlandinu. Talsmaður stofnunarinnar segir þó að nokkuð augljóst sé að maðurinn vilji ekkert með nútímasamfélag mannsins að gera. Það sé skiljanlegt í ljósi kynna hans af manninum sem slátruðu ættbálknum hans. Hér að neðan má sjá myndbandsbrot Guardian af skógarhöggi mannsins.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira