Innlent

Staðfest að kona smitaðist á Eir

Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann.
Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Vísir

Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann.

Alls voru þrjú sýni tekin.

Sjá einnig: Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir

Í dag kom í svo í ljós að konan er smituð af veirunni. Konan var á endurhæfingardeild Eirar og hafa þeir ríflega tuttugu sem dvelja á deildinni verið settir í sóttkví ásamt starfsfólki.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Til stendur að byrja að aflétta því banni á mánudaginn.

Ekki á Eir þó, þar sem heimsóknarbannið verður framlengt til 11. maí, hið minnsta.

Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×