Í anda Guðrúnar frá Lundi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Í Kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi er allt í þjóðlegum stíl, eins og sjá má. Kristín Sigurrós passar upp á það. „Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira