Viðskipti innlent

Virði Verne Global lækkaði um 23 prósent

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Sjóðurinn SÍA II er í rekstri dótturfélags Arion.
Sjóðurinn SÍA II er í rekstri dótturfélags Arion. Vísir/eyþór
Virði gagnaversins Verne Global á Reykjanesi var fært niður um 23 prósent á milli ára í bókum framtakssjóðsins SÍA II fyrir árið 2017. Hluturinn, sem nemur 19 prósentum, er metinn á 762 milljónir króna í bókum SÍA II. Miðað við það er hlutafé gagnaversins metið á fjóra milljarða króna. SÍA fjárfesti í gagnaverinu árið 2015. Sjóðurinn er í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka.

Sjóðurinn færði niður hlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu Kynnisferðum um 40 prósent á milli ára í 477 milljónir króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að SÍA II eigi 35 prósenta hlut í fyrirtækinu. Miðað við það er virði hlutafjár Kynnisferða 1,4 milljarðar króna.

Bókfært virði Festar, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, jókst um 16 prósent á milli ára í bókum SÍA II. Þá er 27 prósenta hlutur metinn á 6,4 milljarða og miðað við það er hlutaféð allt metið á rúmlega 23 milljarða króna.

SÍA II hagnaðist um 844 milljónir króna í fyrra samanborið við tæplega 1,6 milljarða hagnað árið áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×