Bæjarráð Hveragerðis ákvað í gær að láta gera úttekt á gróðurhúsum í sveitarfélaginu.
„Eftir vandlega íhugun telur meirihluti D-listans Odd Hermannsson hjá Landform ehf. hæfastan til að framkvæma varðveislumat gróðurhúsa hér í Hveragerði,“ segir í bókun.
Njörður Sigurðsson, fulltrúi O-listans, lagði til að leitað væri tilboða frá fleirum. „Þannig er tekin besta ákvörðunin hverju sinni og fjármunum bæjarins best varið,“ bókaði Njörður. Tillaga hans var felld af meirihlutanum.
