Bandaríski kvikmyndaleikarinn Stanley Tucci teygaði ölið á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði. Hann er staddur hér á landi vegna sjónvarpsþáttanna Fortitude, en tökur þeirra fara fram á Reyðarfirði og Eskifirði.
Í aðalhlutverkum þáttanna eru ásamt Tucci þau Michael Gambon og Sofie Gråbøl en allar útisenur þáttanna eru teknar upp á Íslandi.
Tucci hefur verið lengi að en er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum um Hungurleikana. Af öðrum myndum sem hann hefur leikið í má nefna Captain America: The First Avenger, Road to Perdition og The Terminal.
Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar