Illugi tekinn á beinið Elín Albertsdóttir skrifar 9. október 2013 18:00 Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu. Stóru málin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu.
Stóru málin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira