Sjö ára snillingur - sjáðu atriðið sem kom honum í úrslitin
Ellý Ármanns skrifar
Sjö ára töframaðurinn Jón Arnór Pétursson fór þvílíkt á kostum í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Drengurinn brilleraði líkt og hann gerði í undankeppninni og tryggði sér þar með sæti í úrslitakvöldinu með þetta frábæra atriði sem sjá má hér að ofan.
Þá má sjá myndskeið sem við tókum af Jóni með fjölskyldu sinni baksviðs í Austurbæ í gær hér fyrir neðan: