Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 23:33 Lögregluþjónar handtaka mótmælanda sem er andvígur félagsforðun við mótmæli sem fóru fram í London í gær. EPA/Facundo Arrizabalaga Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 67 prósent segja ekki tímabært að draga úr félagsforðun. Sautján prósent segja rétt að opna skóla og einungis ellefu prósent segja rétt að opna veitingastaði, krár og leikvanga á nýjan leik. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Guardian. Niðurstöðurnar þykja til marks um það að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni eiga erfitt með að sannfæra fólk um að sná aftur í fyrra horf, reyni hann að draga úr félagsforðun á næstunni. Johnson sagði á fimmtudaginn að hámarki faraldursins hafi verið náð í Bretlandi en félagsforðun yrði enn stunduð um nokkuð skeið. Hann ætlar sér að fara nánar yfir áætlanir sínar og tillögur í næstu viku. Á upplýsingafundi í dag var gefið í skyn að dregið yrði úr takmörkunum á því hvað fólk mætti gera utandyra. Ljóst væri að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefði ekki verið mikil utandyra. Heilt yfir hafa 182.260 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi og minnst 28.131 hefur dáið. Fjöldi látinna hækkaði um 621 í dag. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd vegna viðbragða hennar við faraldrinum og á undanförnum vikum hafa kannanir sýnt að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem telja ríkisstjórnina hafa staðið sig illa. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 67 prósent segja ekki tímabært að draga úr félagsforðun. Sautján prósent segja rétt að opna skóla og einungis ellefu prósent segja rétt að opna veitingastaði, krár og leikvanga á nýjan leik. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Guardian. Niðurstöðurnar þykja til marks um það að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, muni eiga erfitt með að sannfæra fólk um að sná aftur í fyrra horf, reyni hann að draga úr félagsforðun á næstunni. Johnson sagði á fimmtudaginn að hámarki faraldursins hafi verið náð í Bretlandi en félagsforðun yrði enn stunduð um nokkuð skeið. Hann ætlar sér að fara nánar yfir áætlanir sínar og tillögur í næstu viku. Á upplýsingafundi í dag var gefið í skyn að dregið yrði úr takmörkunum á því hvað fólk mætti gera utandyra. Ljóst væri að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hefði ekki verið mikil utandyra. Heilt yfir hafa 182.260 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi og minnst 28.131 hefur dáið. Fjöldi látinna hækkaði um 621 í dag. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd vegna viðbragða hennar við faraldrinum og á undanförnum vikum hafa kannanir sýnt að mikil fjölgun hefur verið í hópi þeirra sem telja ríkisstjórnina hafa staðið sig illa.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira