Sport

City náði stigi á Old Trafford

Manchester United og Manchester City gerðu í dag markalaust jafntefli í grannaslag Manchester borgar. City menn geta verið sáttir með úrslit leiksins enda fór hann að mestu fram á vallahelmingi í þeirra og í raun með hreinum ólíkindum að United skyldi ekki ná að skora. United átti ellefu skot á mark City á móti einu skoti gestanna. Alan Smith lét svo skapið hlaupa með sig í gönur á lokamínútum leiksins og hlaut sitt annað gula spjald fyrir grófa tæklingu. United-mönnum gengur því enn erfiðlega að minnka muninn sem Arsenal og Chelsea hafa á þá en liðið situr sem fastast í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig en City hefur fimm stigum færra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×