Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. janúar 2020 22:00 Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Vísir/Baldur Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Meirihluti skóla- og frístundaráðs ákvað á dögunum að stytta opnunartímann um hálftíma en ákvörðunin hefur mætt nokkurri gagnrýni. Þannig tók hópur fimmtán kvenna sig til og sendi frá sér opið bréf þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Aðgerðin sé til þess fallin að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem megi einfaldlega ekki við því. Breytingin, sem á eftir að fara í gegnum borgarráð og borgarstjórn, á að taka gildi þann 1. apríl. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geti sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. „Þessi aðgerð er hluti af því verkefni sem við höfum verið í undanfarin tvö ár sem felst í því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum, bæði fyrir börnin og starfsfólkið. Við höfum bæði sett mikið fjármagn í þær aðgerðir sem hafa verið af ýmsu tagi; bæði fjölgað starfsfólki á elstu deildum, fækkað börnum per starfsmann, aukið undirbúningstíma og launaða starfsmannafundi og fjármagn í liðsheildarvinnu og samgöngusamninga. […] Við viljum halda uppi miklum gæðum í leikskólastarfinu og við viljum minnka álag sérstaklega. Það er alveg klárt, þessi staðreynd, að við erum með skort á fagfólki. Okkur vantar fleiri nýja leikskólakennara í stéttina og sá skortur hefur valdið álagi í starfseminni, bæði í borginni og reyndar úti um allt land,“ segir Skúli. Leikskólakennaranámið var lengt án þess að laun leikskólakennara væru hækkuð í samræmi við það. Er það ekki ein af ástæðunum fyrir leikskólakennaraskortinum? „Ég held það sé rétt hjá þér að lenging námsins á sínum tíma, einmitt kannski á tímapunkti þegar launin voru talsvert mikið lægri en þau eru núna, sérstaklega hjá fagfólki, það er mjög stór skýring á því að aðsóknin í námið hrundi hreinlega. Við sjáum mjög dramatíska breytingu í kringum 2010 og upp úr því. Lögin eru samþykkt 2008 og við sjáum 75% fækkun í kennaranámið á árunum þar á eftir. Sem betur fer er aðsóknin að vaxa aftur og við teljum að það sé bæði að þakka aðgerðum ríkisins, borgarinnar og sveitarfélaganna sem hafa verið að vinna í starfsumhverfinu en það er enn talsvert sem þarf að brúa. Okkur vantar fleiri leikskólakennara og þess vegna teljum við að ekki sé verjandi annað en að bregðast við og gera það sem við getum til að minnka álag á kennara.“ Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af því að styttingin muni bitna á börnum sem finni fyrir streitu foreldra sinna.Vísir/vilhelm Spurður út í gagnrýni þeirra fimmtán kvenna sem skrifuðu opið bréf til borgarráðs og hvort breytingin bitni verst á þeim sem síst skyldi; fátæku fólki og einstæðu svarar Skúli því til að hann hafi sjálfur haft miklar áhyggjur af því í aðdragandanum. „Við höfum spurt alla leikskólastjóra sem við höfum átt í samskiptum við, bæði inn í stýrihópnum og aðra, og þeirra samdóma álit er það að þetta séu ekki þeir hópar sem séu líklegastir til að verða fyrir mestum breytingum því það séu aðrir sem nýti sér mest þessa tíma. Þetta eru dýrir tímar, í lok leikskóladagsins, og það eru aðrir hópar sem hafa frekar nýtt sér þá; betur stætt fólk sem hefur keypt sér þá tíma upp á von og óvon. Athyglisvert er að okkar athuganir sýna að þessi síðasti hálftími hefur ekki verið mikið nýttur, menn hafa keypt tímann en vel innan við helmingur þeirra sem hefur keypt tímann hefur notað hann í reynd.“ Eftir að fréttir af breytingunni tóku að spyrjast út fór að bera á áhyggjuröddum. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af því að styttingin muni bitna á börnum sem finni fyrir streitu foreldra sinna. Ýmsir hafa þá spurt hvort ekki sé betra að börnin séu hjá fagfólki í stað þess að foreldrar þurfi að brúa bilið með því að ráða unglinga í að passa barnið. „En aðgerðin er einmitt ekki síst til þess að mæta því að fagfólkið er færra en við myndum kjósa. Það hefur valdið miklu álagi á starfsemina, sérstaklega að manna þessa síðustu tíma dagsins. Það er mikil ánægja með það innan leikskólanna að við séum að sýna það í verki að við höfum skilning á því að það þarf að grípa til aðgerða til að minnka álagið því það kemur beint niður á börnunum ef álagið er of mikið,“ segir Skúli. Skúli segir að þau séu fá sem nýti sér opnunartímana til fulls sem er níu og hálf klukkustund. „það eru reyndar ekki nema 62 börn af þessum rúmlega 5.000 sem við erum að þjóna í kerfinu. Þannig að það er svona eitt barn að meðaltali á hverjum leikskóla sem er alveg frá hálf átta á morgnanna til fimm á daginn og við mælum ekki með því að vera svo lengi. Það eru bæði fræðimenn og fagfólk sem segja að við þurfum að draga úr þessum langa vistunartíma. Hann er marktækt lengri á Íslandi en annars staðar innan OECD. Við erum með tíu klukkutímum lengri vistunartíma á viku en gengur og gerist innan OECD. Það er sérstakt verkefni fyrir okkur, held ég, að smám saman draga úr því en við viljum ekki taka nein stór skref í þeim efnum. Við teljum að þetta sé nægilegt skref að taka þennan síðasta hálftíma og gefum langan aðlögunartíma þannig að foreldrar eigi auðveldara með að bregðast við.“ En þarf ekki bara að hækka laun leikskólakennara og þá til muna? „Þetta heyrir maður oft en ef þú skoðar breytingu á launum leikskólakennara þá hafa þau reyndar hækkað talsvert mikið, við erum að tala um alveg á milli 30 og 40 prósent bara undanfarin fjögur ár og annað eins ef þú leitar fjögur ár þar aftur í tímann. Þannig að ég held þú getur ekki sagt að menn hafi ekki horft á þá hlið málanna. Það er engin ein skýring á því, þrátt fyrir þær miklu hækkanir hefur ekki orðið sprenging af ungu fólki inn í námið en hefur vissulega hefur aðeins tekið við sér núna síðustu tvö þrjú misseri og það er jákvætt og vonandi heldur það áfram en það er svolítið langt bil að brúa þangað til við erum komin með nægilega marga nýja leikskólakennara til þess að brúa bilið á móti þeim sem eru að hætta sökum aldurs.“ Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. 15. janúar 2020 22:28 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Meirihluti skóla- og frístundaráðs ákvað á dögunum að stytta opnunartímann um hálftíma en ákvörðunin hefur mætt nokkurri gagnrýni. Þannig tók hópur fimmtán kvenna sig til og sendi frá sér opið bréf þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Aðgerðin sé til þess fallin að auka á álag og vanlíðan hjá hópi sem megi einfaldlega ekki við því. Breytingin, sem á eftir að fara í gegnum borgarráð og borgarstjórn, á að taka gildi þann 1. apríl. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geti sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. „Þessi aðgerð er hluti af því verkefni sem við höfum verið í undanfarin tvö ár sem felst í því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum, bæði fyrir börnin og starfsfólkið. Við höfum bæði sett mikið fjármagn í þær aðgerðir sem hafa verið af ýmsu tagi; bæði fjölgað starfsfólki á elstu deildum, fækkað börnum per starfsmann, aukið undirbúningstíma og launaða starfsmannafundi og fjármagn í liðsheildarvinnu og samgöngusamninga. […] Við viljum halda uppi miklum gæðum í leikskólastarfinu og við viljum minnka álag sérstaklega. Það er alveg klárt, þessi staðreynd, að við erum með skort á fagfólki. Okkur vantar fleiri nýja leikskólakennara í stéttina og sá skortur hefur valdið álagi í starfseminni, bæði í borginni og reyndar úti um allt land,“ segir Skúli. Leikskólakennaranámið var lengt án þess að laun leikskólakennara væru hækkuð í samræmi við það. Er það ekki ein af ástæðunum fyrir leikskólakennaraskortinum? „Ég held það sé rétt hjá þér að lenging námsins á sínum tíma, einmitt kannski á tímapunkti þegar launin voru talsvert mikið lægri en þau eru núna, sérstaklega hjá fagfólki, það er mjög stór skýring á því að aðsóknin í námið hrundi hreinlega. Við sjáum mjög dramatíska breytingu í kringum 2010 og upp úr því. Lögin eru samþykkt 2008 og við sjáum 75% fækkun í kennaranámið á árunum þar á eftir. Sem betur fer er aðsóknin að vaxa aftur og við teljum að það sé bæði að þakka aðgerðum ríkisins, borgarinnar og sveitarfélaganna sem hafa verið að vinna í starfsumhverfinu en það er enn talsvert sem þarf að brúa. Okkur vantar fleiri leikskólakennara og þess vegna teljum við að ekki sé verjandi annað en að bregðast við og gera það sem við getum til að minnka álag á kennara.“ Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af því að styttingin muni bitna á börnum sem finni fyrir streitu foreldra sinna.Vísir/vilhelm Spurður út í gagnrýni þeirra fimmtán kvenna sem skrifuðu opið bréf til borgarráðs og hvort breytingin bitni verst á þeim sem síst skyldi; fátæku fólki og einstæðu svarar Skúli því til að hann hafi sjálfur haft miklar áhyggjur af því í aðdragandanum. „Við höfum spurt alla leikskólastjóra sem við höfum átt í samskiptum við, bæði inn í stýrihópnum og aðra, og þeirra samdóma álit er það að þetta séu ekki þeir hópar sem séu líklegastir til að verða fyrir mestum breytingum því það séu aðrir sem nýti sér mest þessa tíma. Þetta eru dýrir tímar, í lok leikskóladagsins, og það eru aðrir hópar sem hafa frekar nýtt sér þá; betur stætt fólk sem hefur keypt sér þá tíma upp á von og óvon. Athyglisvert er að okkar athuganir sýna að þessi síðasti hálftími hefur ekki verið mikið nýttur, menn hafa keypt tímann en vel innan við helmingur þeirra sem hefur keypt tímann hefur notað hann í reynd.“ Eftir að fréttir af breytingunni tóku að spyrjast út fór að bera á áhyggjuröddum. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar af því að styttingin muni bitna á börnum sem finni fyrir streitu foreldra sinna. Ýmsir hafa þá spurt hvort ekki sé betra að börnin séu hjá fagfólki í stað þess að foreldrar þurfi að brúa bilið með því að ráða unglinga í að passa barnið. „En aðgerðin er einmitt ekki síst til þess að mæta því að fagfólkið er færra en við myndum kjósa. Það hefur valdið miklu álagi á starfsemina, sérstaklega að manna þessa síðustu tíma dagsins. Það er mikil ánægja með það innan leikskólanna að við séum að sýna það í verki að við höfum skilning á því að það þarf að grípa til aðgerða til að minnka álagið því það kemur beint niður á börnunum ef álagið er of mikið,“ segir Skúli. Skúli segir að þau séu fá sem nýti sér opnunartímana til fulls sem er níu og hálf klukkustund. „það eru reyndar ekki nema 62 börn af þessum rúmlega 5.000 sem við erum að þjóna í kerfinu. Þannig að það er svona eitt barn að meðaltali á hverjum leikskóla sem er alveg frá hálf átta á morgnanna til fimm á daginn og við mælum ekki með því að vera svo lengi. Það eru bæði fræðimenn og fagfólk sem segja að við þurfum að draga úr þessum langa vistunartíma. Hann er marktækt lengri á Íslandi en annars staðar innan OECD. Við erum með tíu klukkutímum lengri vistunartíma á viku en gengur og gerist innan OECD. Það er sérstakt verkefni fyrir okkur, held ég, að smám saman draga úr því en við viljum ekki taka nein stór skref í þeim efnum. Við teljum að þetta sé nægilegt skref að taka þennan síðasta hálftíma og gefum langan aðlögunartíma þannig að foreldrar eigi auðveldara með að bregðast við.“ En þarf ekki bara að hækka laun leikskólakennara og þá til muna? „Þetta heyrir maður oft en ef þú skoðar breytingu á launum leikskólakennara þá hafa þau reyndar hækkað talsvert mikið, við erum að tala um alveg á milli 30 og 40 prósent bara undanfarin fjögur ár og annað eins ef þú leitar fjögur ár þar aftur í tímann. Þannig að ég held þú getur ekki sagt að menn hafi ekki horft á þá hlið málanna. Það er engin ein skýring á því, þrátt fyrir þær miklu hækkanir hefur ekki orðið sprenging af ungu fólki inn í námið en hefur vissulega hefur aðeins tekið við sér núna síðustu tvö þrjú misseri og það er jákvætt og vonandi heldur það áfram en það er svolítið langt bil að brúa þangað til við erum komin með nægilega marga nýja leikskólakennara til þess að brúa bilið á móti þeim sem eru að hætta sökum aldurs.“
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. 15. janúar 2020 22:28 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04
Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. 15. janúar 2020 22:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent