Þriðja plata Ruddans, I Need a Vacation, er nýkomin út. Á plötunni nýtur Ruddinn, sem heitir Bertel Ólafsson, aðstoðar Heiðu Eiríksdóttur úr Hellvar. Heiða syngur í sjö lögum af ellefu með Ruddanum en tvö lög syngur hún einsömul. Heiða á einnig texta í laginu Too Distant For Us. Fleira fólk kemur að plötunni, meðal annars Skapti Soulviper sem syngur í laginu Supersonic Situation.
Öll lögin á I Need a Vacation eru eftir Ruddann en tvö lög gerði hann í samstarfi við Jed Stephens. Hljóðblöndun var í höndum Arons Arnarssonar, George Kant, Jed Stephens og Óskars Páls Sveinssonar. Lagið Music Theory er farið að hljóma reglulega á Rás 2 og X-inu 977.
