Úrvalslið Argentínu á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2014 14:45 Daniel Passarella var fyrirliði Argentínu á HM 1978 á heimavelli. Vísir/Getty Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina. Athugið að þetta er úrvalslið þeirra leikmanna sem hafa staðið sig best fyrir hönd þessara þjóða á HM, þannig að menn á borð við Bernd Schuster, Alfredo di Stéfano og José Manuel Moreno, sem spiluðu aldrei á HM, koma ekki til greina.Úrvalslið Argentínu:Markvörður: Ubaldo Fillol (1974, 1978, 1982) Stóð í marki Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1978 og var valinn í úrvalslið mótsins. Fillol lék í treyju númer fimm á mótinu, en leikmönnum Argentínu var úthlutað númerum eftir stafrófsröð.Hægri bakvörður: Javier Zanetti (1998, 2002) Einn stöðugasti leikmaður fótboltasögunnar og besti hægri bakvörður sem hefur komið frá Argentínu. Lék aðeins á tveimur heimsmeistaramótum, en það er óskiljanlegt af hverju Zanetti hlaut ekki náð fyrir augum Josés Pekerman og Diegos Maradona fyrir HM 2006 og 2010.Miðvörður: Oscar Ruggeri (1986, 1990, 1994) Lykilmaður í vörn argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1986 og tapaði fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik fjórum árum seinna. Varð Spánarmeistari með Real Madrid tímabilið 1989-90 og var þá valinn besti erlendi leikmaðurinn í La Liga.Miðvörður: Daniel Passarella (1978, 1982, 1986) Var fyrirliði Argentínu á heimavelli 1978 og var í hópnum 1986, en hann taldi að óvild Diegos Maradona í hans garð hefði komið í veg fyrir að hann spilaði á mótinu. Skoraði mikið af mörkum þrátt fyrir að spila í öftustu línu.Vinstri bakvörður: Silvio Marzolini (1962 og 1966) Jafnan talinn besti vinstri bakvörður sem Argentína hefur alið af sér. Spilaði á HM 1962 og 1966 og var valinn í úrvalslið HM á síðarnefnda mótinu. Þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Boca Juniors.Miðjumaður: Javier Mascherano (2006, 2010, 2014) Fastamaður í liði Argentínu frá árinu 2003. Hefur spilað frábærlega á miðjunni á HM í Brasilíu, þrátt fyrir að spila venjulega í stöðu miðvarðar hjá Barcelona.Miðjumaður: Ossie Ardiles (1978, 1982) Lykilmaður í heimsmeistaraliðinu 1978 og gekk í raðir Tottenham eftir mótið og var í herbúðum Lundúnaliðsins í tíu ár. Var lánaður frá Spurs á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð.Lionel Messi er í úrvalsliðinu.Vísir/GettyFramliggjandi miðjumaður: Lionel Messi (2006, 2010, 2014) Hefur oft legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu, en hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með því að leiða Argentínu í úrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í Brasilíu.Framliggjandi miðjumaður: Diego Maradona (1982,1986, 1990, 1994) Fór fyrir heimsmeistaraliði Argentínu 1986. Skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar í leikjunum sjö í Mexíkó. Leiddi Argentínu svo í úrslitaleikinn fjórum árum síðar. Var sendur heim af HM í Bandaríkjunum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.Framherji: Gabriel Batistuta (1994, 1998, 2002) Markahæsti leikmaður Argentínu á HM með tíu mörk og jafnframt eini leikmaðurinn sem hefur skorað þrennu á tveimur heimsmeistaramótum. Lék lengst af með Fiorentina þar sem hann var í miklum metum.Framherji: Mario Kempes (1974, 1978, 1982)El Matador var markakóngur og besti leikmaður mótsins þegar Argentína varð heimsmeistari 1978. Skoraði sex mörk, þar af tvö í úrslitaleiknum gegn Hollandi. Lék lengi með Valencia á Spáni.Varamenn: Sergio Romero, markvörður (2010, 2014) Luis Monti, miðvörður/miðjumaður (1930) Alberto Tarantini, vinstri bakvörður (1978, 1982) Diego Simeone, miðjumaður (1994, 1998, 2002) Jorge Burruchaga, miðjumaður (1986, 1990) Jorge Valdano, framherji (1982, 1986) Guillermo Stábile, framherji (1930) HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. 10. júlí 2014 08:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær. 9. júlí 2014 09:30 Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. 9. júlí 2014 15:53 Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Mario Götze tryggði sigurinn með marki í framlengingu. 13. júlí 2014 00:01 Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á HM Þriðji leikur Argentínu í keppninni sem Rizzoli dæmir. 11. júlí 2014 18:36 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sjá meira
Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina. Athugið að þetta er úrvalslið þeirra leikmanna sem hafa staðið sig best fyrir hönd þessara þjóða á HM, þannig að menn á borð við Bernd Schuster, Alfredo di Stéfano og José Manuel Moreno, sem spiluðu aldrei á HM, koma ekki til greina.Úrvalslið Argentínu:Markvörður: Ubaldo Fillol (1974, 1978, 1982) Stóð í marki Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli 1978 og var valinn í úrvalslið mótsins. Fillol lék í treyju númer fimm á mótinu, en leikmönnum Argentínu var úthlutað númerum eftir stafrófsröð.Hægri bakvörður: Javier Zanetti (1998, 2002) Einn stöðugasti leikmaður fótboltasögunnar og besti hægri bakvörður sem hefur komið frá Argentínu. Lék aðeins á tveimur heimsmeistaramótum, en það er óskiljanlegt af hverju Zanetti hlaut ekki náð fyrir augum Josés Pekerman og Diegos Maradona fyrir HM 2006 og 2010.Miðvörður: Oscar Ruggeri (1986, 1990, 1994) Lykilmaður í vörn argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1986 og tapaði fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik fjórum árum seinna. Varð Spánarmeistari með Real Madrid tímabilið 1989-90 og var þá valinn besti erlendi leikmaðurinn í La Liga.Miðvörður: Daniel Passarella (1978, 1982, 1986) Var fyrirliði Argentínu á heimavelli 1978 og var í hópnum 1986, en hann taldi að óvild Diegos Maradona í hans garð hefði komið í veg fyrir að hann spilaði á mótinu. Skoraði mikið af mörkum þrátt fyrir að spila í öftustu línu.Vinstri bakvörður: Silvio Marzolini (1962 og 1966) Jafnan talinn besti vinstri bakvörður sem Argentína hefur alið af sér. Spilaði á HM 1962 og 1966 og var valinn í úrvalslið HM á síðarnefnda mótinu. Þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Boca Juniors.Miðjumaður: Javier Mascherano (2006, 2010, 2014) Fastamaður í liði Argentínu frá árinu 2003. Hefur spilað frábærlega á miðjunni á HM í Brasilíu, þrátt fyrir að spila venjulega í stöðu miðvarðar hjá Barcelona.Miðjumaður: Ossie Ardiles (1978, 1982) Lykilmaður í heimsmeistaraliðinu 1978 og gekk í raðir Tottenham eftir mótið og var í herbúðum Lundúnaliðsins í tíu ár. Var lánaður frá Spurs á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð.Lionel Messi er í úrvalsliðinu.Vísir/GettyFramliggjandi miðjumaður: Lionel Messi (2006, 2010, 2014) Hefur oft legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu, en hefur svarað þeim gagnrýnisröddum með því að leiða Argentínu í úrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í Brasilíu.Framliggjandi miðjumaður: Diego Maradona (1982,1986, 1990, 1994) Fór fyrir heimsmeistaraliði Argentínu 1986. Skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar í leikjunum sjö í Mexíkó. Leiddi Argentínu svo í úrslitaleikinn fjórum árum síðar. Var sendur heim af HM í Bandaríkjunum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.Framherji: Gabriel Batistuta (1994, 1998, 2002) Markahæsti leikmaður Argentínu á HM með tíu mörk og jafnframt eini leikmaðurinn sem hefur skorað þrennu á tveimur heimsmeistaramótum. Lék lengst af með Fiorentina þar sem hann var í miklum metum.Framherji: Mario Kempes (1974, 1978, 1982)El Matador var markakóngur og besti leikmaður mótsins þegar Argentína varð heimsmeistari 1978. Skoraði sex mörk, þar af tvö í úrslitaleiknum gegn Hollandi. Lék lengi með Valencia á Spáni.Varamenn: Sergio Romero, markvörður (2010, 2014) Luis Monti, miðvörður/miðjumaður (1930) Alberto Tarantini, vinstri bakvörður (1978, 1982) Diego Simeone, miðjumaður (1994, 1998, 2002) Jorge Burruchaga, miðjumaður (1986, 1990) Jorge Valdano, framherji (1982, 1986) Guillermo Stábile, framherji (1930)
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. 10. júlí 2014 08:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær. 9. júlí 2014 09:30 Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. 9. júlí 2014 15:53 Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Mario Götze tryggði sigurinn með marki í framlengingu. 13. júlí 2014 00:01 Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á HM Þriðji leikur Argentínu í keppninni sem Rizzoli dæmir. 11. júlí 2014 18:36 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Sjá meira
Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. 10. júlí 2014 08:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær. 9. júlí 2014 09:30
Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. 9. júlí 2014 15:53
Brasilíumenn niðurlægðir á heimavelli Þýskaland komst áfram í úrslitaleikinn á HM með ótrúlegum 7-1 sigri á Brasilíu í undanúrslitum. 8. júlí 2014 10:33
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00
Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Mario Götze tryggði sigurinn með marki í framlengingu. 13. júlí 2014 00:01
Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á HM Þriðji leikur Argentínu í keppninni sem Rizzoli dæmir. 11. júlí 2014 18:36