Innlent

Niðji ósáttur við notkun dópbýlisins

Hátæknifabrikka. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Hátæknifabrikka. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Dópbýlið við Berufjörð nálægt Eskifirði er skráð á eignarhaldsfélagið Þrjár systur sem löggiltur endurskoðandi á. Lögreglan fann hátæknivædda fíkniefnaverksmiðju á gamla bóndabænum sem nú hafði öðlast nýjan tilgang, nefnilega kannabisræktun. Eigandinn kom ekki nálægt starfseminni en eignarhaldsfélagið sérhæfir sig í að leigja út húsnæði.

Barnabarn fyrri eiganda hússins segir að bærinn hafi verið seldur til endurskoðandans árið 2005 og síðan hafi húsið verið lítið sem ekkert notað.

Það var svo á dögunum sem fíkniefnalögreglan fann kannabisverksmiðjuna sem mun vera hátæknivædd. Lítið fannst af plöntum í verksmiðjunni en hún gat ræktað allt að sex hundruð plöntur.

Lögreglan á Eskifirði verst allra fregna af málinu og fíkniefnadeildin á höfuðborgarsvæðinu bendir aftur á lögregluna á Eskifirði þrátt fyrir að embættin rannsaki máli í sameiningu.

Ekki fékkst uppgefið hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins.

Barnabarn fyrrum eiganda sagði sorlegt að sjá bæinn nýttan í þessum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×