Þar sem ábyrgðin liggur Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun